Nýr miðbær á Selfossi: Eldra fólk með tár á hvarmi Snorri Másson skrifar 10. júlí 2021 19:08 Umgangur var töluverður í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stöð 2 Nýr miðbær opnaði á Selfossi í dag með pompi og prakt. Svæðið er sagt vera lyftistöng fyrir atvinnulífið á staðnum og Selfoss breyttur bær. Opnun miðbæjarins, grillhátíð og hjólakeppni leiddu til þess að örtröð myndaðist í bænum í dag, þrátt fyrir tilraunir til þess að koma í veg fyrir það. Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan: Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Matarmenningarsetur með átta veitingastöðum í hinu endurgerða mjólkurbúi Flóamanna, skyrsýning í sama húsi, fimm verslanir, allt frá Eymundsson til listagallería, og torg í miðju svæðisins eru á meðal þess sem fjöldi fólks kom að skoða í nýja miðbænum á Selfossi í dag. Stjórnarformaður þróunarfélagsins sem reisti miðbærinn er himinlifandi. Um er að ræða mikla fjárfestingu en hann telur að hún muni borga sig. „Þetta er ofboðslega mikil lyftistöng fyrir svæðið og mun smita út frá sér út fyrir miðbæinn líka. Og Selfoss er breyttur bær á eftir,“ segir Leó Árnason, stjórnarformaður Sigtúns. Mjólkurbúið sem Leó er staddur inn í í viðtalinu er reist að fyrirmynd mjólkurbús sem var rifið árið 1956. Í nýju byggingunni er skyrmenningu Íslendinga gert hátt undir höfði. „Hér hefur mætt eldra fólk sem man eftir mjólkurbúinu sem var rifið 1956 og ég verð nú að viðurkenna að ég hef séð tár á hvarmi þeirra,“ segir Leó. Ráðherrar á grillinu Töluverður erill var á Selfossi í dag að sínu leyti einnig vegna Kótelettunnar, árlegrar grillhátíðar sem þar var haldin í 11. sinn. Þangað lögðu leið sína meistaragrillarar en einnig aðstoðargrillarar á borð við Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar. Þá voru Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra einnig á grillinu. Flugbáturinn er til sýnis á Helluflugvelli í dag. Grumman Goose-sjóflugvélar mörkuðu spor í flugsögu Íslendinga á upphafsárum reglubundins innanlandsflugs.Matthías Sveinbjörnsson Markvissar aðgerðir skipuleggjenda Kótelettunnar til þess að afstýra umferðarteppu báru ekki tilætlaðan árangur og löng bílaröð gerði vegfarendum lífið leitt frameftir degi eins og fyrri ár. Á Hellu var flughátíðin Allt sem flýgur haldin hátíðleg og náði dagskráin þar hápunkti þegar karamellum var látið rigna úr flugvél, sem gestir kepptust við að tína upp jafnóðum. Þá var bandarískur Grumman Goose-stríðsáraflugbátur til sýnis, sem einnig lagði leið sína að gosstöðvunum í dag. Verkefnið á Selfossi hófst árið 2015, eins og sjá má í fréttinni hér að neðan:
Árborg Kótelettan Tengdar fréttir Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02 Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Örtröð við Selfoss Umferð á veginum frá Hveragerði til Selfoss hefur þyngst mikið og er nú komin biðröð frá Selfossi að Ingólfshvoli. 10. júlí 2021 15:02
Samið um starfsemi í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi Samningur var í dag undirritaður um rekstur vinnustofu í gamla Landsbankahúsinu á Selfossi, sem Sigtún Þróunarfélag keypti í vor. Bankinn Vinnustofa opnar í lok sumars. 1. júlí 2021 14:16