„Þetta hefði getað farið mjög illa“ Snorri Másson skrifar 12. júlí 2021 17:37 Sundlaugin á Flúðum. Facebook Mikið lán var að vanur björgunarsveitarmaður var staddur í anddyri sundlaugarinnar á Flúðum síðdegis í gær, þegar piltur á grunnskólaaldri festist í kafi undir stiga sundlaugarinnar og missti að lokum meðvitund. Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig. Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Björgunarsveitarmaðurinn réðist strax í það ásamt starfsmönnum sundlaugarinnar og aðstandendum piltsins að losa hann undan stiganum og hóf í kjölfarið endurlífgun. Björgunarsveitarmaðurinn blés og starfsmaður laugarinnar hnoðaði og fljótlega náði barnið aftur meðvitund. Það dvaldi á sjúkrahúsi í nótt og líðan þess horfir til betri vegar. „Þetta hefði getað farið illa ef það hefðu ekki verið snör og rétt handtök þarna strax. Þá hefði þetta farið mjög illa,“ segir Pétur Guðmundsson, umsjónarmaður laugarinnar og forstöðumaður íþróttamannvirkja á Laugum. Festist í „búri“ Stiginn sem pilturinn festist undir er hefðbundinn ryðfrír sundlaugarstigi sem nær niður á botn laugarinnar. Að sögn Péturs hafði hliðum stigans verið lokað báðum megin í öryggisskyni svo að ekki væri hægt að synda undir hann og jafnvel flækja hár sitt í tröppunum. Vandinn var hins vegar í þessu tilviki að barnið komst undir neðstu tröppuna að framanverðu og þar með var stiginn orðinn að lokuðu búri að sögn Péturs. „Aðstandendur piltsins voru með honum ofan í og þegar þetta gerðist gátu þau ekkert gert. Annar starfsmaður laugarinnar brást hratt við og henti sér út í og fljótlega var þjálfaður björgunarsveitarmaður úr Biskupstungum, sem var bara í anddyrinu að hengja upp plaköt, kominn út í líka. Í sameiningu ná þeir honum upp en það var eiginlega mikið lán að björgunarsveitarmaðurinn skyldi vera þarna,“ segir Pétur. Starfsfólkið hefði þó vitaskuld gengið í verkið án björgunarsveitarmannsins en miklu hafi skipt að hafa hann á staðnum. Foreldrar piltsins voru að sögn Péturs eðlilega slegnir. Honum skilst að líðan hans horfi nú til betri vegar, en hann var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi í gær. Sundlauginni var lokað um leið og atvikið átti sér stað og strax í morgun var stiginn fjarlægður úr lauginni til viðgerðar. Að sögn Péturs verður girt fyrir að annað eins endurtaki sig.
Sundlaugar Björgunarsveitir Hrunamannahreppur Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira