Öll mörkin úr mánaðarlangri 12. umferð: Skæri Orra klipptu Brkovic niður Sindri Sverrisson skrifar 14. júlí 2021 11:31 Orri Hrafn Kjartansson er kominn með þrjú mörk fyrir Fylki í sumar. vísir/hulda margrét Þrjú mörk voru skoruð þegar tólftu umferð Pepsi Max-deildar karla í fótbolta lauk í gærkvöld með tveimur leikjum. Mörkin þrjú voru öll skoruð í Árbæ þar sem Fylkir vann KA 2-1. Öll mörkin úr umferðinni má nú sjá á Vísi. Orrarnir í liði Fylkis virðast bara vilja skora þegar nafni þeirra er einnig á skotskónum. Líkt og í sigrinum gegn Keflavík fyrr í sumar þá skoruðu þeir báðir í 2-1 sigrinum gegn KA. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrra mark Fylkis í gær. Hann „kassaði“ boltann niður fyrir Djair Parfitt-Williams, og skoraði svo úr frákastinu eftir að Steinþór Már Auðunsson hafði varið frá Djair. Orri Hrafn Kjartansson skoraði svo seinna markið eftir að hafa tekið lagleg skæri og gert Dusan Brkovic alveg ringlaðan. Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn, einnig eftir að hafa tekið skæri til að reyna að leika á Dag Dan Þórhallsson, en skot Hallgríms fór svo af Orra Sveini í boga yfir Aron Snæ Friðriksson í markinu. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KA Ekkert mark var skorað í hinum leik gærkvöldsins, þar sem HK og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í Kórnum. Alls voru tólf mörk skoruð í tólftu umferð og má sjá þau öll í markasyrpunni hér að neðan. Umferðin hófst reyndar fyrir mánuði þegar liðin sem leika í Evrópukeppnum mættust. Valur vann Breiðablik 3-1 en FH og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli. Á mánudaginn vann Leiknir 2-0 gegn ÍA og KR 1-0 gegn Keflavík. Klippa: Markaspyrpa 12. umferðar Næstu leikir í Pepsi Max-deildinni eru um helgina. ÍA og Valur mætast á laugardag og á sunnudag eru þrír leikir. KA tekur á móti HK, KR mætir Breiðabliki og FH mætir Fylki. Á mánudagskvöld mætast annars vegar Keflavík og Víkingur og hins vegar Leiknir og Stjarnan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Orrarnir í liði Fylkis virðast bara vilja skora þegar nafni þeirra er einnig á skotskónum. Líkt og í sigrinum gegn Keflavík fyrr í sumar þá skoruðu þeir báðir í 2-1 sigrinum gegn KA. Orri Sveinn Stefánsson skoraði fyrra mark Fylkis í gær. Hann „kassaði“ boltann niður fyrir Djair Parfitt-Williams, og skoraði svo úr frákastinu eftir að Steinþór Már Auðunsson hafði varið frá Djair. Orri Hrafn Kjartansson skoraði svo seinna markið eftir að hafa tekið lagleg skæri og gert Dusan Brkovic alveg ringlaðan. Hallgrímur Mar Steingrímsson minnkaði muninn, einnig eftir að hafa tekið skæri til að reyna að leika á Dag Dan Þórhallsson, en skot Hallgríms fór svo af Orra Sveini í boga yfir Aron Snæ Friðriksson í markinu. Klippa: Mörkin úr leik Fylkis og KA Ekkert mark var skorað í hinum leik gærkvöldsins, þar sem HK og Víkingur R. gerðu markalaust jafntefli í Kórnum. Alls voru tólf mörk skoruð í tólftu umferð og má sjá þau öll í markasyrpunni hér að neðan. Umferðin hófst reyndar fyrir mánuði þegar liðin sem leika í Evrópukeppnum mættust. Valur vann Breiðablik 3-1 en FH og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli. Á mánudaginn vann Leiknir 2-0 gegn ÍA og KR 1-0 gegn Keflavík. Klippa: Markaspyrpa 12. umferðar Næstu leikir í Pepsi Max-deildinni eru um helgina. ÍA og Valur mætast á laugardag og á sunnudag eru þrír leikir. KA tekur á móti HK, KR mætir Breiðabliki og FH mætir Fylki. Á mánudagskvöld mætast annars vegar Keflavík og Víkingur og hins vegar Leiknir og Stjarnan. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann