Chiellini lagði bölvun á Saka áður en hann tók síðustu spyrnuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. júlí 2021 10:03 Giorgio Chiellini notaði öll trixin í bókinni til að stöðva Bukayo Saka í úrslitaleik EM. getty/Nick Potts Giorgio Chiellini lagði bölvun á Bukayo Saka áður en hann tók síðustu spyrnu Englands í vítaspyrnukeppninni gegn Ítalíu í úrslitaleik EM. Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira
Chiellini beitti ýmsum brögðum til að stöðva Saka í leiknum. Í uppbótartíma venjulegs leiktíma greip hann í hálsmálið á treyju hans þegar Arsenal-maðurinn var sloppinn framhjá honum. Fyrir það fékk hann gult spjald. Saka tók síðustu spyrnu Englands í vítakeppninni og þurfti að skora til að knýja fram bráðabana. Í þann mund sem Saka tók spyrnuna hrópaði Chiellini „Kiricocho“ sem er þekkt fótboltabölvun. Og hún virkaði því Gianluigi Donnarumma varði spyrnu Sakas og tryggði Ítölum Evrópumeistaratitilinn. Tension elation An unforgettable moment.@azzurri | #EURO2020 pic.twitter.com/ea6xED21bn— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) July 12, 2021 Í myndbandi sem birtist á Twitter-síðu ESPN í Argentínu staðfesti Chiellini að hann hefði lagt bölvunina á Saka. „Halló Christian, ég staðfesti allt! Kiricocho!“ sagði varnarjaxlinn. ¡CONFIRMADO: DIJO'KIRICOCHO'! Chiellini le aseguró a @askomartin que utilizó la famosa maldición identificada con Estudiantes para que Inglaterra erre el último penal. pic.twitter.com/XxR9r8lV95— ESPN Argentina (@ESPNArgentina) July 12, 2021 Juan Carlos Kiricocho var stuðningsmaður argentínska liðsins Estudiantes sem þótti færa liðinu ógæfu. Þjálfari Estudiantes, Carlos Bilardo, sagði að alltaf þegar Kiricocho mætti á æfingar liðsins meiddist leikmaður þess. Sagan segir að Bilardo hafi seinna fengið Kiricocho til að bjóða andstæðinga Estudiantes velkomna fyrir heimaleiki liðsins til að auka möguleika síns liðs á sigri. Kiricocho hefur með tímanum orðið þekkt bölvun í fótboltanum, sérstaklega þegar kemur að vítaspyrnum. Yassine Bounou, markvörður Sevilla, hrópaði til að mynda Kiricocho að Erling Håland áður en hann tók víti í leik gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á síðasta tímabili. Það virkaði ekki jafn vel og hjá Chiellini því Håland skoraði.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Sjá meira