Griezmann á leið aftur til Atlético í skiptidíl Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 14:30 Antoine Griezmann gæti leikið í rauðri og hvítri treyju Atlético Madríd á næstu leiktíð en aðeins ef Saúl Ñíguez fer til Barcelona sem hluti af skiptidíl milli félaganna. Quality Sport Images/Getty Images Franski framherjinn Antoine Griezmann er á leið aftur til Spánarmeistara Atlético Madríd eftir tveggja ára dvöl í Katalóníu hjá Barcelona. Miðjumaðurinn Saúl Ñíguez fer á móti í skiptidíl sem hefur vakið töluverða athygli. Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Sumarið 2019 keyptu Börsungar framherjann á 120 milljónir evra. Skrifaði Griezmann undir fimm ára samning. Þó aðeins séu tvö ár liðin síðan Barcelona festi kaup á leikmanninum þá er það að gera allt sem það getur til að losna við hann. Ástæðan er einföld, Griezmann er á of háum launum til að félagið geti haldið honum og Lionel Messi. Argentínumaðurinn ku hafa samið við Barcelona á nýjan leik en félagið þarf samt sem áður að búa til pláss á launaskránni. Atlético virðist klárt í að fá Griezmann aftur í sínar raðir enda lék hann frábærlega með félaginu frá 2014 til 2019. Samkvæmt heimildum spænska miðilsins Marca vilja Börsungar litlar 15 milljónir evra fyrir Griezmann en þeir vilja einnig fá spænska miðjumanninn Saúl Ñíguez. Sá skrifaði undir níu ára samning við Atlétitico árið 2017 en virðist nú vilja leita á önnur mið. Barcelona er í leit að miðjumanni eftir að Hollendingurinn Georginio Wijnaldum ákvað að fara til Parísar frekar en Katalóníu. Barcelona and Atletico are in advanced talks for swap deal between Saúl and Griezmann! Both players gave the green light in the last hours. Barça and Atléti now negotiating on price tags. Barça want money included.Liverpool and Chelsea keen on Saúl if deal will collapse.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 14, 2021 Gangi þessi skiptidíll eftir er ljóst að Börsungar fá inn öflugan miðjumann sem þeir þurfa nauðsynlega á að halda ásamt því að skera vel niður í launapakka félagsins en Griezmann á að vera á himinháum launum. Ísingin ofan á kökuna er svo að Messi skrifar undir nýjan langtíma samning og endar feril sinn hjá félaginu.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir „Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30 Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
„Líklegt að lánardrottnar hafi ekki haft trú á langtímaáætlunum þeirra“ Það er ljóst að fjárhagsstaða spænska knattspyrnuliðsins Barcelona er slæm en talið er að hún sé mögulega mun verri en gefið hefur verið út. 9. júlí 2021 13:30
Tebas hjá La Liga: Það væri peningasvindl ef Messi fer til Man. City eða PSG Javier Tebas, forstjóri spænsku deildarinnar, segir að það yrði alltaf brot á rekstrarreglum fótboltans ef að Paris Saint-Germain eða Manchester City myndu semja við Lionel Messi í sumar. 9. júlí 2021 08:30