Netflix sækir á leikjamarkaðinn Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 11:15 Ekki stendur til að rukka aukalega fyrir tölvuleiki Netflix. Getty/Thiago Prudencio Forsvarsmenn Netflix stefna á að bæta tölvuleikjum við streymisveitu sína á næsta ári. Fyrirtækið hefur ráðið fyrrverandi yfirmann hjá EA Games og Facebook til að stýra verkefninu. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg, þar sem segir að sá maður heitir Mike Verdu og hann hafi áður stýrt samvinnu Facebook við leikjaframleiðendur varðandi Oculus-sýndaveruleikagleraugun og tölvuleiki. Hann vann einnig að því koma leikjum eins og Sims, Plants vs. Zombies og Star Wars leikjum í snjalltæki. Samkvæmt heimildum Bloomberg stendur ekki til að rukka aukalega fyrir tölvuleikina og eiga þeir að verða aðgengilegir í gegnum hefðbundnar leiðir Netflix. Það er að segja í gegnum vafra og forritið. Í grein Bloomberg segir þó að til lengri tíma gæti þjónustan auðveldað Netflix að hækka verð. Netflix hefur áður framleitt leiki með öðrum fyrirtækjum, sem byggja á þáttum fyrirtækisins. Þar á meðal eru Stranger Things en fyrirtækið gerði einnig kvikmyndina Black Mirror: Bandersnatch árið 2018 þar sem áhorfendur gátu tekið ákvarðanir fyrir aðalpersónu myndarinnar. Í frétt Polygon er rifjað upp að forsvarsmenn Netflix hafa sagt að stærstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins séu ekki endilega aðrar streymisveitur. Það séu leikir eins og Fortnite sem steli frekar tíma viðskiptavina en streymisveitan. Epic Games hafa byggt heim í kringum Fortnite þar sem spilarar eiga samskipti sín á milli. Spilarar Fotnite hafa meðal annars horft á sjónvarpsþætti og tónleika innan leiksins. Sífellt fleiri fyrirtæki reyna að skapa sambærilega stemningu. Netflix Leikjavísir Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Bloomberg, þar sem segir að sá maður heitir Mike Verdu og hann hafi áður stýrt samvinnu Facebook við leikjaframleiðendur varðandi Oculus-sýndaveruleikagleraugun og tölvuleiki. Hann vann einnig að því koma leikjum eins og Sims, Plants vs. Zombies og Star Wars leikjum í snjalltæki. Samkvæmt heimildum Bloomberg stendur ekki til að rukka aukalega fyrir tölvuleikina og eiga þeir að verða aðgengilegir í gegnum hefðbundnar leiðir Netflix. Það er að segja í gegnum vafra og forritið. Í grein Bloomberg segir þó að til lengri tíma gæti þjónustan auðveldað Netflix að hækka verð. Netflix hefur áður framleitt leiki með öðrum fyrirtækjum, sem byggja á þáttum fyrirtækisins. Þar á meðal eru Stranger Things en fyrirtækið gerði einnig kvikmyndina Black Mirror: Bandersnatch árið 2018 þar sem áhorfendur gátu tekið ákvarðanir fyrir aðalpersónu myndarinnar. Í frétt Polygon er rifjað upp að forsvarsmenn Netflix hafa sagt að stærstu samkeppnisaðilar fyrirtækisins séu ekki endilega aðrar streymisveitur. Það séu leikir eins og Fortnite sem steli frekar tíma viðskiptavina en streymisveitan. Epic Games hafa byggt heim í kringum Fortnite þar sem spilarar eiga samskipti sín á milli. Spilarar Fotnite hafa meðal annars horft á sjónvarpsþætti og tónleika innan leiksins. Sífellt fleiri fyrirtæki reyna að skapa sambærilega stemningu.
Netflix Leikjavísir Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira