Margfalt fleiri hlutabréfaeigendur og gengi rýkur upp Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. júlí 2021 19:00 Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Nasdaq Iceland. Vísir/Vilhelm Hlutabréfaeigendur eru fjórfalt fleiri en þeir voru í lok árs 2019, en þeir hafa farið úr átta þúsund í 32 þúsund. Þá hefur gengið hlutabréfa rokið upp á síðustu tólf mánuðum og aðeins eitt félag á markaði sýnir neikvæða ávöxtun. Almenningur sýnir stöðugt meiri áhuga á hlutabréfaviðskiptum. Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur. Kauphöllin Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira
Sem dæmi má nefna hlutabréf í Eimskipafélagi Íslands sem hafa hækkað um tæp 190 prósent og í Kviku banka um rúm 134 prósent. Þannig hafa þeir, sem keyptu til dæmis fyrir eina milljón í Eimskip, hagnast um allt að 1,89 milljónir króna. „Það hefur verið talsverð fjölgun félaga á markaði, svona miðað við það sem við höfum séð undanfarin ár. Núna á rúmum mánuði eða tveimur eru fjögur ný félög komin inn; Síldarvinnslan, Íslandsbanki, Play og Solid Clouds. Þessi tvö síðastnefndu eru á First North vaxtamarkaði, markaði fyrir vaxtafyrirtæki. Og samhliða þessu hefur þátttaka einstaklinga fjölgað mikið þannig að það eru miklar sviptingar í gangi má segja,” segir Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri hjá Kauphöll Íslands. Hann segir enga eina skýringu á þessari auknu þátttöku á hlutabréfamarkaði, en að stór þáttur séu lækkandi vextir, og aukið sparifé fólks. „Síðan var útboð hjá Icelandair Group í fyrra sem heppnaðist mjög vel og það má svona segja að það hafi rutt brautina fyrir önnur fyrirtæki,” segir hann, en bréf í Icelandair Group hafa hríðlækkað að undanförnu og er félagið nú það eina á markaði sem sýnir neikvæða ávöxtun. Fjölgun hluthafa sé ánægjuefni. „Hlutabréfamarkaðurinn gengur dálítið út á þetta. Hann gengur út á gagnsæi og skýrari leikreglur þannig að stór hópur, breiður hópur fjárfesta, geti komið saman á jafnræðisgrunni og átt þar viðskipti. Þeim mun fleiri þátttakendur þeim mun betri og skilvirkari verður markaðurinn. Og sömuleiðis er þetta gott fyrir atvinnulífið, efnahagslífið og þjóðfélagi. Að fleiri séu þátttakendur og fleiri njóti þess þegar vel gengur, þannig að það er svona grunnurinn að eðlilegra hagkerfi myndi ég segja,” segir Baldur. Þó sé mikilvægt að hafa í huga að um áhættufjárfestingar sé að ræða. „Hugsa sig tvisvar um og jafnvel þrisvar. Þetta er vissulega áhættufjárfesting og fólk þarf í raun og veru með svona fjárfestingu að hafa í huga að þetta getur tapast að miklu leyti og jafnvel öllu. Og það eru einhverjar aðferðir til þess að draga úr áhættunni, losar þig aldrei alveg við hana, t.d dreifa áhættu, fjárfesta í mörgum fyrirtækjum eða jafnvel í gegnum sjóð sem gerir þetta fyrir þig,” segir Baldur.
Kauphöllin Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Sjá meira