„Kraftaverk“ að allir lifðu flugslysið af í Rússlandi Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2021 16:17 Þessi flugvél er af sömu gerð og sú sem um ræðir. Wikicommons/Ígor Dvúrekov Allir sem voru um borð í flugvél sem hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun lifðu af. Neyðarsendir flugvélarinnar fór í gang þegar henni var brotlent á akri í Síberíu. Það að þau átján sem voru um borð hafi öll lifað af og bara meitt sig lítillega hefur verið lýst sem kraftaverki. Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021 Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Verið var að fljúga gamalli flugvél af gerðinni Antonov AN-28 frá Kedrovy til Tomsk þegar hún hvarf. Leitarmenn voru fljótt sendir af stað á þyrlu og fundu þeir flugvélina um 155 kílómetra frá Tomsk. Í fyrstu tilkynningu ráðamanna var sagt að vélin hefði brotlent og að leitarmennirnir hefðu séð fólk á lífi. Nú er ljóst að framkvæmd var neyðarlending, þar sem flugvélin endaði á hvolfi, og að allir átján sem voru um borð lifðu af. Nokkrir skárust og eru lítilla marðir, samkvæmt frétt Moscow Times. Upprunalega var sagt að sautján hefðu verið um borð í flugvélinni. Tass fréttaveitan hefur eftir Alexander Geniyevsky, forstjóra flugfélagsins sem gerir út vélina, að líklegast hafi vélarbilun leitt til þess að flugstjórar þurftu að lenda vélinni í snatri. Sergei Zhvachkin, ríkisstjóri, sagði í tilkynningu að um kraftaverk væri að ræða. Búið er að bjarga öllum. Antonov flugvélarnar voru framleiddar á tímum Sovétríkjanna og eru enn víða í notkun í þeim ríkjum sem mynduðu Sovétríkin. Undanfarin ár hafi nokkrar slíkar brotlent. Þetta er annað flugslys Rússlands á einungis tveimur vikum. Fyrr í mánuðinum fórst An-26 flugvél á Kamtjatkaskaga en þá dóu allir 28 um borð. Hér má sjá hvernig flugvélin leit út eftir neyðarlendinguna. #BREAKING #RUSSIA RUSSIA, SIBERIA: MISSING PLANE FOUND!The AN-28 Russian plane which disappeared from radars in #Siberia, was found. It had engine failure in #Tomsk region and made a hard landing. There were 19 people on board, all are alive.#Video -TV360#BreakingNews pic.twitter.com/4PoTsgNdVR— loveworld (@LoveWorld_Peopl) July 16, 2021 All survived, reportedly. Amazing picture. Those Antonovs can take a beating. https://t.co/IU4keYexxA pic.twitter.com/vIo222xycC— Steve Trimble (@TheDEWLine) July 16, 2021
Rússland Fréttir af flugi Tengdar fréttir Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Sjá meira
Önnur flugvél brotlent í Rússlandi Farþegaflugvél hvarf af ratsjám yfir Rússlandi í morgun. Nánar tiltekið hvarf flugvél af gerðinni Antonov AN-28 yfir Tomsk-héraði. Alls eru sautján manns um borð í flugvélinni, þar af þrír áhafnarmeðlimir og fjögur börn. 16. júlí 2021 11:25