Markmiðið er ekki að vernda blygðunarkennd ferðamanna Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 13:53 Diljá Sigurðardóttir og Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon. Aðsend/Vísir/Egill Dagný Hrönn Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Sky Lagoon segir miklar umræður hafa átt sér stað innan fyrirtækisins eftir að ungri konu var vísað upp úr lóninu fyrir að vera bera að ofan í gær. Hún hefur óskað eftir lögfræðiaðstoð. Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný. Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Í gær var Diljá Sigurðardóttur vísað upp úr Sky Lagoon fyrir að vera ber að ofan. Hún segir starfsfólk lónsins mismuna fólki eftir kyni. Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins segir margt ekki standast í frásögn Diljár, til að mynda sé ekki rétt að náð hafi verið í framkvæmdastjóra þar sem Dagný er í sumarfríi úti á landi með fjölskyldu sinni. Dagný segir þó að atvikið hafi verið rætt mikið innan fyrirtækisins og verið sé að fara yfir allar reglur, sér í lagi hvort krafa um að konur hylji brjóst sín standist lög. Hún segir regluna til staðar til að tryggja að öllum gestum, hvaðan sem er að úr heiminum, líði vel í lóninu. Lögfræðingur er kominn í málið Dagný segist þegar hafa farið lauslega yfir málið með lögfræðingi en hún segist vilja fá því slegið algjörlega á fast hvort lónið mismuni gestum sínum eftir kyni. „Það er alls ekki það sem við stöndum fyrir,“ segir hún. Þá verður farið yfir reglur um baðföt í samráði við lögfræðing sem mun kynna sér allar lagalegar hliðar málsins. Vænta má að nýleg lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna muni vega þar þungt á metum. Dagný segir að sama hver ákvörðunin verði varðandi reglur um klæðaburð gesta verði skilmálar fyrirtækisins gerðir skýrari. Diljá sagði einmitt í samtali við fréttastofu í gær að hún hefði lesið skilmála Sky Lagoon í þaula áður en hún ákvað að fara ber að ofan í lónið. Ekkert hafi komið fram þar sem skyldaði konur til hylja brjóst sín. Dagný segir að reglum um baðfatnað kvenna sé ekki ætlað að vernda blygðunarkennd erlendra ferðamanna. Ætlunin hafi verið að feta hinn gullna meðalveg milli hefða og annarra sjónarmiða. „Það er bara áhættuminni ákvörðun og við tókum þá ákvörðun á sínum tíma. Svo þurfum við bara að sjá hvort það hafi verið rétt ákvörðun eða ekki,“ segir Dagný.
Jafnréttismál Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Kópavogur Sky Lagoon Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira