Framboðslisti Miðflokksins var samþykktur á félagsfundi í kvöld með 77 prósent atkvæða fundargesta.
Fyrstu sæti skipa:
- Vilborg Þóranna Kristjánsdóttir, lögfræðingur og sáttamiðlari.
- Tómas Ellert Tómasson, verkfræðingur
- Erna Valsdóttir, fasteignasali
- Þórarinn Jóhann Kristjánsson, tölvunarfræðingur og kennari
- Ásta Karen Ágústsdóttir, laganemi og dómritari
- Sólveig Bjarney Daníelsdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðardeildarstjóri

Í bréfi sem Ólafur Ísleifsson sendi fundinum segir að „til að leysa þá pattstöðu sem upp er komin við uppstillingu á framboðslista Miðflokksins í Reykjavík norður hefi ég ákveðið að sækjast ekki eftir sæti á framboðslista flokkins í kjördæminu fyrir komandi Alþingiskosningar."