Í sumar hafa orðrómar þess efnis að Varane vilji yfirgefa Madríd orðið háværari og háværari með hverjum deginum.
Talið var að mögulega væri varnarmaðurinn að gera slíkt hið sama og fyrrum liðsfélagi hans Sergio Ramos gerði hér áður fyrr: Daðra við ýmis stórlið til að fá stærri samning hjá Real en Varane rennur út á samning næsta sumar.
Nú virðist hins vegar endanlega ljóst að Varane hefur lítinn sem engan áhuga á að vera áfram í herbúðum Real Madrid. Hann er tilbúinn að semja við Manchester United og hefur í raun náð samkomulagi við félagið um kaup og kjör, félögin eiga aðeins eftir að ná saman.
Raphaël Varane and his agents confirmed to Real Madrid his desire to try a new experience in the Premier League. He ll be respectful waiting for the club agreement - but he wants Man United. #MUFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2021
Varane also confirmed to Man Utd he d be ready to accept their contract bid.
Manchester United sér Varane sem hinn fullkomna miðvörð til að spila við hlið Harry Maguire. Virðist sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Man Utd geri Real tilboð sem þeir geta ekki hafnað.
Varane er 28 gamall miðvörður sem hefur leikið með Real Madrid síðan árið 2011. Hann hefur þrívegis orðið spænskur meistari með liðinu ásamt því að vinna Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og HM félagsliða jafn oft. Þá varð hann heimsmeistari með Frakklandi árið 2018.