Hvetur starfsfólk Landspítalans til að búa til sumarkúlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 17:36 Einn er inniliggjandi á Landspítalanum með Covid-19. Vísir/Vilhelm Farsóttarnefnd Landspítalans beinir þeim tilmælum til starfsfólks að það gæti sín vel í samfélaginu nú þegar kórónuveirusmitum fer fjölgandi. Þannig er það hvatt til þess að búa til eins konar sumarkúlu með sínum nánustu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Farsóttarnefnd spítalans vegna þeirra stöðu sem nú er kominn upp hér á landi vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 538 einstaklingar í sóttkví hér á landi og 223 í einangrun. Á Landspítalanum liggur einn sjúklingur með Covid-19 en 220 manns eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni, þar af fimmtán börn. Fjórir starfsmenn spítalans eru í einangrun, fimm í sóttkví A og 115 í sóttkví C. Gripið hefur verið til ráðstafana innan spítalans til þess að minnka smithættu eins og mögulegt er en algjör grímuskylda er í gildi á meðal alls starfsfólks og allra þeirra sem eiga erindi inn á spítalann. Börn 12 ára og eldri skulu bera grímu. Þá þarf bólusett starfsfólk sem kemur hingað til lands frá útlöndum að fara í tvöfalda skimun með fimm daga vinnusóttkví á milli. Frá og með deginum í dag taka eftirfarandi reglur einnig gildi. Heimsóknir eru áfram á tilgreindum tímum en aðeins einn gestur má koma til sjúklings á hverjum degi. Ef nauðsyn krefur má fylgdarmaður koma með til aðstoðar. Undanþágur vegna sérstakra tilvika eru í höndum stjórnenda viðkomandi deilda eins og verið hefur. Börn undir 12 ára aldri ættu ekki að koma í heimsókn nema í samráði við stjórnendur viðkomandi deildar. Sjá nánar um heimsóknir hér: Mælst er til þess að sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknadeildir í viðtöl, meðferðir eða rannsóknir komi einir nema brýna nauðsyn beri til og þá fylgi aðeins einn aðstandandi Leyfi inniliggjandi sjúklinga eru almennt ekki leyfð nema leyfi sé hluti af útskriftarundirbúningi eða lykilþáttur í endurhæfingu. Þá er eftirfarandi tilmælum beint til starfsfólks spítalans: Farsóttanefnd vill á þessum viðsjárverðu tímum mildilega beina þeim tilmælum til starfsfólks Landspítala að það gæti sín vel í samfélaginu; forðist fjölmenn mannamót, skemmtistaði, veislur og viðburði sem hafa oft leitt til mikillar dreifingar smits. Nú er rétti tíminn til að búa til „sumarkúlu“ og hafa það notalegt með sínum nánustu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. 21. júlí 2021 15:29 Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. 21. júlí 2021 11:26 56 greindust innanlands í gær Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. 21. júlí 2021 10:56 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu frá Farsóttarnefnd spítalans vegna þeirra stöðu sem nú er kominn upp hér á landi vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. Nú eru 538 einstaklingar í sóttkví hér á landi og 223 í einangrun. Á Landspítalanum liggur einn sjúklingur með Covid-19 en 220 manns eru í eftirliti á Covid-göngudeildinni, þar af fimmtán börn. Fjórir starfsmenn spítalans eru í einangrun, fimm í sóttkví A og 115 í sóttkví C. Gripið hefur verið til ráðstafana innan spítalans til þess að minnka smithættu eins og mögulegt er en algjör grímuskylda er í gildi á meðal alls starfsfólks og allra þeirra sem eiga erindi inn á spítalann. Börn 12 ára og eldri skulu bera grímu. Þá þarf bólusett starfsfólk sem kemur hingað til lands frá útlöndum að fara í tvöfalda skimun með fimm daga vinnusóttkví á milli. Frá og með deginum í dag taka eftirfarandi reglur einnig gildi. Heimsóknir eru áfram á tilgreindum tímum en aðeins einn gestur má koma til sjúklings á hverjum degi. Ef nauðsyn krefur má fylgdarmaður koma með til aðstoðar. Undanþágur vegna sérstakra tilvika eru í höndum stjórnenda viðkomandi deilda eins og verið hefur. Börn undir 12 ára aldri ættu ekki að koma í heimsókn nema í samráði við stjórnendur viðkomandi deildar. Sjá nánar um heimsóknir hér: Mælst er til þess að sjúklingar sem koma á göngudeildir, dagdeildir og rannsóknadeildir í viðtöl, meðferðir eða rannsóknir komi einir nema brýna nauðsyn beri til og þá fylgi aðeins einn aðstandandi Leyfi inniliggjandi sjúklinga eru almennt ekki leyfð nema leyfi sé hluti af útskriftarundirbúningi eða lykilþáttur í endurhæfingu. Þá er eftirfarandi tilmælum beint til starfsfólks spítalans: Farsóttanefnd vill á þessum viðsjárverðu tímum mildilega beina þeim tilmælum til starfsfólks Landspítala að það gæti sín vel í samfélaginu; forðist fjölmenn mannamót, skemmtistaði, veislur og viðburði sem hafa oft leitt til mikillar dreifingar smits. Nú er rétti tíminn til að búa til „sumarkúlu“ og hafa það notalegt með sínum nánustu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. 21. júlí 2021 15:29 Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05 Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36 Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. 21. júlí 2021 11:26 56 greindust innanlands í gær Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. 21. júlí 2021 10:56 Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Hvetur stjórnvöld til að taka bara slaginn við veiruna Guðfinnur Karlsson, einn allra umsvifamesti veitingamaður í Reykjavík, hvetur stjórnvöld til þess að finna leið til þess að lifa með veirunni í þeirri bylgju Covid-19 sem nú virðist vera að taka sig upp. 21. júlí 2021 15:29
Grímuskylda og eins metra fjarlægðarregla í Læknasetrinu Grímuskylda og eins metra regla gildir nú í Læknasetrinu í Mjódd vegna stöðu faraldurs kórónuveirunnar hér á landi. Þetta var ákveðið í gær þegar ljóst var að kórónuveirusmit væru í veldisvexti innanlands. 21. júlí 2021 13:05
Fullbólusettur lagður inn á Landspítala með lungnabólgu Manneskja á sjötugsaldri hefur verið lögð inn á Landspítala vegna Covid-19 sjúkdómsins. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. 21. júlí 2021 11:36
Starfsmaður á bráðamóttöku smitaður af Covid-19 Starfsmaður á bráðamóttöku Landspítala greindist í gær með Covid-19. Tugir samstarfsmanna á sömu vakt eru nú komnir í vinnusóttkví og verða sendir í skimun. 21. júlí 2021 11:26
56 greindust innanlands í gær Í gær greindust 56 einstaklingar innanlands með Covid-19. Er það mesti fjöldi á einum degi það sem af er þessu ári. Af þeim voru 43 fullbólusettir og tveir hálfbólusettir. 38 voru utan sóttkvíar við greiningu. 21. júlí 2021 10:56