Hvernig þingmenn vilt þú að vinni fyrir þig? Eiríkur Björn Björgvinsson og Sigríður Ólafsdóttir skrifa 22. júlí 2021 08:00 Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Viðreisn Eiríkur Björn Björgvinsson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fólk í öllum og ólíkum stjórnmálaflokkum gegnir mikilvægu hlutverki í okkar lýðræðissamfélagi. Stjórnmálafólk er í leiðtogahlutverki og meginhlutverk þess er að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, vinna fyrir hana og vera til fyrirmyndar í störfum sínum. Stjórnmálafólk er því í þjónustuhlutverki fyrir aðra og ber að taka það hlutverk alvarlega. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er hugmyndafræði Roberts K. Greenleaf, en hann segir sanna leiðtoga vera þjóna samfélagsins. Þar sem þeir séu í forystu þurfi þeir að búa yfir innri styrk og framtíðarsýn en síðast en ekki síst þurfi þeir að búa yfir einlægum áhuga á högum annarra. Þjónandi leiðtogar eiga auðvelt með að skuldbinda sig til að setja þjónustu, jafnræði og heildarhagsmuni í fyrsta sæti. Það samræmist vel okkar persónulegu sýn og grunnhugmyndafræði Viðreisnar. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að samfélög sem ná árangri byggja á leiðtogum sem eru hvetjandi og drifnir áfram af gildum, trausti og virku samstarfi við fólkið sem þeir þjónusta. Þannig leiðtoga viljum við og sú sýn er klárlega það sem drífur okkur áfram og ástæða þess að við gefum kost á okkur til að vinna fyrir þig. Við hlustum Sú færni að kunna að hlusta á aðra er einn veigamesti eiginleiki þeirra leiðtoga sem ná raunverulegum árangri. Rannsóknir sýna að hlustun styður við vöxt þeirra sem fá hana. Hlustun grundvallar góð samskipti, laðar fram hugmyndir, eykur ánægju og góðan árangur. Þá skiptir virk hlustun, sem felur í sér samhyggð, meginmáli því sá sem hlustar á þann hátt heyrir ekki aðeins það sem sagt er heldur einnig það sem býr að baki orðunum og varðar ekki síst tilfinningar eða líðan. Þetta er eiginleiki sem mikilvægt er að þjálfa og með virkri hlustun má stórauka traust og jafningjabrag. Í þessu liggur einnig sá grundvallarmunur sem er á því að hlusta til að skilja og að hlusta til að svara. Við hlustum til að skilja. Þjónandi stjórnmálafólk Stjórnmálafólk sem áttar sig á inntaki þjónustuhlutverks síns og er gætt þessum forystueiginleikum ætti að vera eftirsóknarvert. Slíkir þjónandi leiðtogar eru sannir umboðsmenn fólksins, þeir eru rödd þess og þannig stjórnmálafólk þurfum við til starfa á Alþingi. Þingmenn sem leggja metnað sinn í að hlusta og þjóna fólkinu í landinu eru leiðtogar sem taka almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Það er meginstef í stefnu Viðreisnar og þannig leggjum við alltaf áherslu á að setja fólkið í fyrsta sætið. Við viljum vinna fyrir þig Í störfum okkar, stjórnun og ráðgjöf til margra ára höfum við tileinkað okkur hugmyndafræði þjónandi forystu. Það má glögglega sjá í okkar stjórnunarstíl, samskiptum og fyrri verkum. Fyrir okkur er það því sjálfgefið og liggur beint við að yfirfæra þessa nálgun á ný hlutverk okkar sem þátttakendur í stjórnmálum. Þess vegna viljum við vinna fyrir þig. Hvernig stjórnmálafólk vilt þú að vinni fyrir þig á Alþingi? Eiríkur Björn skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Sigríður skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun