Richarlison byrjar með látum og Mexíkó pakkaði Frakklandi saman Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2021 13:31 Richarlison skoraði þrennu í dag. Toru Hanai/Getty Images Ólympíuleikarnir í knattspyrnu karla hófust í dag með átta leikjum. Af nægu er að taka en helst það að frétta að Richarlison skoraði öll mörk Brasilíu í 4-2 sigri á Þýskalandi, Mexíkó vann 4-1 sigur á Frakklandi og Ástralía lagði Argentínu 2-0. Um er að ræða U-23 ára landslið þjóðanna sem taka þátt en þrír eldri leikmenn mega vera í hverju liði fyrir sig. Þannig eru reynsluboltar á borð við Dani Alves og Andre-Pierre Gignac á mótinu. Alves var fyrirliði Brasilíu sem virtist ætla að hefna fyrir tapið á HM 2014 er liðið mætti Þýskalandi. Richarlison skoraði eftir sjö mínútna leik og bætti við öðru marki á 22. mínútu leiksins. Staðan var orðin 3-0 eftir hálftíma og Richarlison kominn með þrennu. 1 - Richarlison's hat-trick for Brazil against Germany is the first treble scored by a Premier League player at the Olympic games. Golden. #Tokyo2020 pic.twitter.com/nTD4h8Gjg4— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2021 Þannig var staðan í hálfleik en Matheus Cunha fékk kjörið tækifæri til að koma Brasilíu í 4-0 undir lok fyrri hálfleiks. Brasilía fékk vítaspyrnu en Cunha brást bogalistin. Nadiem Amiri minnkaði muninn á 57. mínútu en sex mínútum síðar fékk Maximilian Arnold, fyrirliði Þýskalands, sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Það virtist bara hvetja Þjóðverja áfram en Ragnar Ache minnkaði muninn á 83. mínútu og staðan orðin 3-2. Paulinho slökkti vonir Þjóðverja eftir að þeir höfðu lagt allt í sölurnar til að jafna leikinn. Skorðai hann á 94. mínútu og tryggði 4-2 sigur Brasilíu. Andre-Pierre Gignac skoraði eina mark Frakklands sem beið afhroð gegn Mexíkó. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Ernesto Vega og Francisco Cordova Mexíkó 2-0 yfir áður en Gignac minnkaði muninn. Sá franski spilar í Mexíkó og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir markið. Andre-Pierre Gignac has played in Liga MX for six years and is Tigres all-time top scorer.He scored a penalty against Mexico in the Olympics and apologised during his celebration pic.twitter.com/BVt3ln1mMy— B/R Football (@brfootball) July 22, 2021 Carlos Antuna og Eduardo Aguirre bættu við mörkum fyrir Mexíkó undir lok leiks og tryggðu 4-1 stórsigur Mexíkó. Þá vann Ástralía 2-0 sigur á Argentínu þökk sé mörkum Lachlan Wales og Marco Tilo. Hart var barist í leiknum en alls fóru 12 gul spjöld og eitt rautt á loft í leiknum. Alls lauk þremur leikjum með 1-0 sigri í dag: Japan vann Suður-Afríku, Nýja-Sjáland vann Suður-Kóreu og Rúmenía vann Hondúras. Fílabeinsströndin vann 2-1 sigur á Sádi-Arabíu en Egyptaland og Spánn gerðu markalaust jafntefli. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Sjá meira
Um er að ræða U-23 ára landslið þjóðanna sem taka þátt en þrír eldri leikmenn mega vera í hverju liði fyrir sig. Þannig eru reynsluboltar á borð við Dani Alves og Andre-Pierre Gignac á mótinu. Alves var fyrirliði Brasilíu sem virtist ætla að hefna fyrir tapið á HM 2014 er liðið mætti Þýskalandi. Richarlison skoraði eftir sjö mínútna leik og bætti við öðru marki á 22. mínútu leiksins. Staðan var orðin 3-0 eftir hálftíma og Richarlison kominn með þrennu. 1 - Richarlison's hat-trick for Brazil against Germany is the first treble scored by a Premier League player at the Olympic games. Golden. #Tokyo2020 pic.twitter.com/nTD4h8Gjg4— OptaJoe (@OptaJoe) July 22, 2021 Þannig var staðan í hálfleik en Matheus Cunha fékk kjörið tækifæri til að koma Brasilíu í 4-0 undir lok fyrri hálfleiks. Brasilía fékk vítaspyrnu en Cunha brást bogalistin. Nadiem Amiri minnkaði muninn á 57. mínútu en sex mínútum síðar fékk Maximilian Arnold, fyrirliði Þýskalands, sitt annað gula spjald í leiknum og þar með rautt. Það virtist bara hvetja Þjóðverja áfram en Ragnar Ache minnkaði muninn á 83. mínútu og staðan orðin 3-2. Paulinho slökkti vonir Þjóðverja eftir að þeir höfðu lagt allt í sölurnar til að jafna leikinn. Skorðai hann á 94. mínútu og tryggði 4-2 sigur Brasilíu. Andre-Pierre Gignac skoraði eina mark Frakklands sem beið afhroð gegn Mexíkó. Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Ernesto Vega og Francisco Cordova Mexíkó 2-0 yfir áður en Gignac minnkaði muninn. Sá franski spilar í Mexíkó og bað stuðningsmenn liðsins afsökunar eftir markið. Andre-Pierre Gignac has played in Liga MX for six years and is Tigres all-time top scorer.He scored a penalty against Mexico in the Olympics and apologised during his celebration pic.twitter.com/BVt3ln1mMy— B/R Football (@brfootball) July 22, 2021 Carlos Antuna og Eduardo Aguirre bættu við mörkum fyrir Mexíkó undir lok leiks og tryggðu 4-1 stórsigur Mexíkó. Þá vann Ástralía 2-0 sigur á Argentínu þökk sé mörkum Lachlan Wales og Marco Tilo. Hart var barist í leiknum en alls fóru 12 gul spjöld og eitt rautt á loft í leiknum. Alls lauk þremur leikjum með 1-0 sigri í dag: Japan vann Suður-Afríku, Nýja-Sjáland vann Suður-Kóreu og Rúmenía vann Hondúras. Fílabeinsströndin vann 2-1 sigur á Sádi-Arabíu en Egyptaland og Spánn gerðu markalaust jafntefli.
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Íslenski boltinn Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Körfubolti Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og úrslitaleikur um Evrópusæti í Bestu Sport Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 Fleiri fréttir „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Sjá meira