Grábjörn sat um mann í viku í óbyggðum Alaska Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2021 16:01 Hér má sjá kofann sem maðurinn hélt til í. Strandgæsla Bandaríkjanna Áhöfn þyrlu Strandgæslu Bandaríkjanna rambaði fyrir tilviljun á mann á mjög afskekktum stað í Alaska sem var illa farinn eftir margra daga baráttu við grábjörn. Verið var að fljúga þyrlunni nærri Nome í Alaska þegar áhöfnin þurfti að beygja af leið vegna skýja. Flugmenn þyrlunnar sáu þá að SOS hafði verið skrifað á þak kofa. Þegar þeir flugu nærri kofanum sáu þar mann standa á þakinu sem veifaði til þeirra með báðum höndum. Hann bað þá um hjálp og sagði að grábjörn hefði ráðist á sig viku áður. Í tilkynningu frá Strandgæslunni segir að maðurinn hafi verið særður á fæti og mjög marinn á skrokki. Strandgæslan segir manninn hafa verið um fimmtugt eða sextugt og hafði hann verið í kofanum frá 12. júlí. Kofinn mun hafa hýst gullleitarmenn á árum áður. Maðurinn sagðist lítið hafa getað sofið eftir fyrstu árás bjarnarins vegna þess að björninn hefði snúið aftur á hverju kvöldi í heila viku, þrátt fyrir að maðurinn væri vopnaður skammbyssu. Hann mun þó hafa átt einungis tvö skot eftir þegar hjálpin barst. Hann var fluttur til Nome til aðhlynningar. Í frétt New York Times segir að hurð kofans hafi verið brotin en ekki er vitað hvort það gerðist á undanförnum dögum eða fyrir löngu síðan. Í samtali við miðilinn sagði annar flugmanna þyrlunnar að á einum tímapunkti hefði björninn dregið manninn niður að á. Maðurinn slapp þó ú klóm bjarnarins og varðist honum í viku. Þá vitnar NYT í skýrslu frá 2019 þar sem fram kemur að 68 hafa slasast í 66 árásum Bjarna á tímabilinu 2000 til 2017. Tíu dóu í þessum árásum. Bandaríkin Dýr Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Flugmenn þyrlunnar sáu þá að SOS hafði verið skrifað á þak kofa. Þegar þeir flugu nærri kofanum sáu þar mann standa á þakinu sem veifaði til þeirra með báðum höndum. Hann bað þá um hjálp og sagði að grábjörn hefði ráðist á sig viku áður. Í tilkynningu frá Strandgæslunni segir að maðurinn hafi verið særður á fæti og mjög marinn á skrokki. Strandgæslan segir manninn hafa verið um fimmtugt eða sextugt og hafði hann verið í kofanum frá 12. júlí. Kofinn mun hafa hýst gullleitarmenn á árum áður. Maðurinn sagðist lítið hafa getað sofið eftir fyrstu árás bjarnarins vegna þess að björninn hefði snúið aftur á hverju kvöldi í heila viku, þrátt fyrir að maðurinn væri vopnaður skammbyssu. Hann mun þó hafa átt einungis tvö skot eftir þegar hjálpin barst. Hann var fluttur til Nome til aðhlynningar. Í frétt New York Times segir að hurð kofans hafi verið brotin en ekki er vitað hvort það gerðist á undanförnum dögum eða fyrir löngu síðan. Í samtali við miðilinn sagði annar flugmanna þyrlunnar að á einum tímapunkti hefði björninn dregið manninn niður að á. Maðurinn slapp þó ú klóm bjarnarins og varðist honum í viku. Þá vitnar NYT í skýrslu frá 2019 þar sem fram kemur að 68 hafa slasast í 66 árásum Bjarna á tímabilinu 2000 til 2017. Tíu dóu í þessum árásum.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira