Witcher-leikarar komnir til landsins Samúel Karl Ólason skrifar 23. júlí 2021 14:32 Þættirnir erru á vegum Netflix. Getty Tökur fyrir nýja þáttaröð í söguheimi Witcher fara fram á Íslandi um þessar mundir. Þættirnir, sem eru á vegum Netflix, kallast Witcher: Blood Origin og gerast hundruðum ára á undan bókunum eftir Andrzej Sapkowski, tölvuleikjunum og þáttunum vinsælu sem þegar hafa litið dagsins ljós. Helstu leikarar þáttanna eru þau Michelle Yeoh, Laurence O‘Fuarain og Sophia Brown. Bæði O‘Fuarain og Brown eru komin til Íslands, miðað við færslur þeirra í Story á Instagram. Samkvæmt Redanian Intelligence, sem er vefur sem fjallar sérstaklega um sjónvarpsþættina í söguheimi Witcher, eiga tökurnar að hefjast í byrjun ágúst. Leikararnir hafa sagt frá því að þau séu á Íslandi á Instagram. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerast Witcher-bækurnar í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Witcher er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli. Blood Origin munu gerast um 1.200 árum fyrir sögur Sapkowski og fjalla um uppruna þessara stríðsmanna og það þegar víddirnar skullu saman. Fyrr í þessum mánuði var auglýst eftir aukaleikurum fyrir verkefni tengt Netflix á Facebooksíðu íbúa Hellu. Þá kom fram að tökur aukaleikara færu fram 5. til 7. ágúst. Áhugasamir netverjar hafa talið um nokkuð skeið að þættirnir yrðu að hluta til teknir upp á Íslandi. Það var eftir að Declan de Barra, höfundur þáttanna, og leikstjórarnir Sarah O'Gorman og Vicky Jewson birtu fjölmargar myndir af Íslandi á Instagram fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by Declan de Barra (@declandebarra) View this post on Instagram A post shared by Sarah O'Gorman (@sarahogormanuk) View this post on Instagram A post shared by Vicky Jewson (@vicjewson) Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. 12. júlí 2021 09:59 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Höfundur Witcher vill fúlgu fjár fyrir tölvuleikina Andrzej Sapkowski vill um 1,8 milljarð króna fyrir leikjafyrirtækinu CD Projekt Red. 2. október 2018 17:03 Witcher 3: Einstakt ævintýri Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. 30. maí 2015 13:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Helstu leikarar þáttanna eru þau Michelle Yeoh, Laurence O‘Fuarain og Sophia Brown. Bæði O‘Fuarain og Brown eru komin til Íslands, miðað við færslur þeirra í Story á Instagram. Samkvæmt Redanian Intelligence, sem er vefur sem fjallar sérstaklega um sjónvarpsþættina í söguheimi Witcher, eiga tökurnar að hefjast í byrjun ágúst. Leikararnir hafa sagt frá því að þau séu á Íslandi á Instagram. Fyrir þá sem ekki vita, þá gerast Witcher-bækurnar í söguheimi þar sem nokkrar víddir skullu saman. Við það strönduðu allskonar skrímsli, menn, dvergar, álfar og alls kyns verur saman í einum heimi með tilheyrandi deilum og átökum. Witcher er nafn sérstakra stríðsmanna sem voru skapaðir til að fella ill skrímsli. Blood Origin munu gerast um 1.200 árum fyrir sögur Sapkowski og fjalla um uppruna þessara stríðsmanna og það þegar víddirnar skullu saman. Fyrr í þessum mánuði var auglýst eftir aukaleikurum fyrir verkefni tengt Netflix á Facebooksíðu íbúa Hellu. Þá kom fram að tökur aukaleikara færu fram 5. til 7. ágúst. Áhugasamir netverjar hafa talið um nokkuð skeið að þættirnir yrðu að hluta til teknir upp á Íslandi. Það var eftir að Declan de Barra, höfundur þáttanna, og leikstjórarnir Sarah O'Gorman og Vicky Jewson birtu fjölmargar myndir af Íslandi á Instagram fyrr í sumar. View this post on Instagram A post shared by Declan de Barra (@declandebarra) View this post on Instagram A post shared by Sarah O'Gorman (@sarahogormanuk) View this post on Instagram A post shared by Vicky Jewson (@vicjewson)
Netflix Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01 Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. 12. júlí 2021 09:59 Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57 Höfundur Witcher vill fúlgu fjár fyrir tölvuleikina Andrzej Sapkowski vill um 1,8 milljarð króna fyrir leikjafyrirtækinu CD Projekt Red. 2. október 2018 17:03 Witcher 3: Einstakt ævintýri Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. 30. maí 2015 13:30 Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Sjá meira
Sagði sig frá Witcher vegna Verbúðarinnar Leikarinn Björn Hlynur Haraldsson sagði sig frá Netflix-þáttunum The Witcher vegna framleiðslu á nýjum íslenskum þáttum, Verbúðinni. Björn Hlynur sló í gegn í hlutverki Eist í fyrstu seríu þáttanna en til stóð að hann léti sjá sig í annarri seríunni en ekkert verður úr því. 15. júlí 2021 10:01
Sjáðu fyrstu stikluna úr annarri seríu The Witcher Fyrsta smástiklan fyrir aðra seríu Netflix-þáttanna The Witcher er komin í loftið. Nú eru bara fimm mánuðir í að þættirnir komi út og er því nær tveggja ára bið eftir annarri seríu lokið en fyrsta sería þáttanna fór í loftið í desember 2019. 12. júlí 2021 09:59
Vinsælasta efni Netflix á árinu Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu. 30. desember 2019 21:57
Höfundur Witcher vill fúlgu fjár fyrir tölvuleikina Andrzej Sapkowski vill um 1,8 milljarð króna fyrir leikjafyrirtækinu CD Projekt Red. 2. október 2018 17:03
Witcher 3: Einstakt ævintýri Að spila Geralt of Rivia, sem er stökkbreyttur maður sem flakkar um heiminn og gengur frá skrímslum fyrir peninga, er einstök upplifun. 30. maí 2015 13:30