West hélt hlustunarpartý í gær vegna væntanlegrar plötu sinnar, Donda, sem átti að koma út í dag. Partýið fór fram á Mercedes Benz leikvanginum í Atlanta.
Kardashian mætti í hlustunarpartýið ásamt börnum sínum fjórum, North, Chicago, Saint og Psalm og systur sinni Khloé Kardashian.
Donda, sem er tíunda plata West, er sú fyrsta sem hann gefur út eftir skilnað hans við Kardashian. Hún sótti um skilnað í febrúar á þessu ári, eins og frægt er orðið.
Nafn plötunnar er í höfuðið á móður West, Dondu West, sem lést árið 2007.
West gaf síðast út plötu árið 2019 og hafa aðdáendur því beiðið í ofvæni eftir nýju plötunni. Útgáfa hennar hefur dregist á langinn en átti loksins að koma út í dag. Ennþá bólar ekkert á plötunni og virðast aðdáendur vera orðnir óþreyjufullir eins og sjá má hér að neðan.
Kanye in his hotel room trying to find the upload button on Spotify #DONDA pic.twitter.com/fEaxJlqk97
— Bazinga (@BBingBBoom7) July 23, 2021
Very true Kanye, very true #DONDA pic.twitter.com/OXn9hfErHI
— ML (@Marclevyp) July 23, 2021
My dumbass refreshing Kanye's Spotify page every 20 seconds #DONDA pic.twitter.com/xpHBbrJnQ0
— Nik (@BlisstaBeats) July 23, 2021