Heilsugæslan Sólvangi verður lokuð til klukkan 13:00 í dag. Ef brýn þörf er á þjónustu er fólki bent á að hafa samband við aðrar heilsugæslustöðvar eða bráðavaktina. Eftir klukkan 13:00 opnar stöðin aftur með skertri starfsemi.
Enginn annar á heilsugæslustöðinni hefur greinst smitaður við sýnatöku en sýnataka verður endurtekin á miðvikudag.
Nokkrir starfsmenn eru í sóttkví og skjólstæðingar í smitgát.
Ljóst er að smit hafa mikil áhrif á starfsemi Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda þurfti að leita til aðstandenda vegna skjólstæðinga í heimahjúkrun.
Starfsfólk heilsugæslunnar vona að skjólstæðingar sýni ástandinu skilning næstu daga.