Kraftaverk að skaðbrenndur hvolpur sé á lífi eftir tíu aðgerðir á þremur vikum Snorri Másson skrifar 26. júlí 2021 19:26 Hundblautur eftir sundsprett í Elliðaánum. Stöð 2 Jökull er tíu mánaða hvolpur sem hefur marga fjöruna sopið, væntanlega töluvert meiri en flestir jafnaldrar hans á veraldarvísu. Hann stakk sér út í sjóðandi hver í Útey við Laugarvatn fyrir fimm vikum og var vart hugað líf vegna brunasáranna sem af hlutust. En þökk sé læknisfræðilegum kraftaverkum er hann heill heilsu í dag, og elskar að synda í köldu vatni. „Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek. Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Þetta er bara 100% bati,“ segir eigandi Jökuls, Baldur Öxdal Halldórsson veitingamaður á Laugarvatni. Það eru erfiðar vikur að baki, þar sem tvísýnt var með öllu hvort Jökull ætti sér lífsvon. Hann var skaðbrunninn, þótt það sæist ekki um leið vegna þykks feldarins. „Hann gat ekki sofið í heila viku og gat ekki setið og ekki legið eða neitt. Eini staðurinn sem hann gat eitthvað smá hvílt sig var úti í bíl, þannig að maður var bara með hann úti í bíl. Hann auðvitað bara hljóðaði af sársauka á hverjum einasta degi. Það var bara skelfilegt. Það liggur við að maður vökni bara við að tala um þetta," segir Baldur í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. Jökull var tíu sinnum svæfður í jafnmörgum aðgerðum á aðeins þriggja vikna tímabili. Húð hans undir feldinum var hreinsuð og sums staðar bætt með rækjuhúð og leysigeislum. Aðsend mynd „Kannski í flestum tilvikum eru svona dýr bara svæfð. Þetta verður kannski fordæmi upp á framtíðina að gera, ef eitthvað svona kemur upp á,“ segir Baldur. „Þetta er bara kraftaverk, að hann skuli vera á lífi,“ segir Baldur sem kann dýralæknunum á Stuðlum á Selfossi allra bestu þakkir fyrir þeirra afrek.
Dýr Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira