Fór úr því að geta varla gengið í að vinna Ólympíugull Valur Páll Eiríksson skrifar 27. júlí 2021 23:31 Tom Dean þurfti að yfirstíga margt til að ná gullinu í dag. Jean Catuffe/Getty Images Bretinn Tom Dean hlaut í dag gullverðlaun á Ólympíuleikunum eftir hafa komið fyrstur í bakkann í 200 metra skriðsundi í lauginni í Tókýó. Dean átti erfiða leið á leikana. Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu. Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Hinn 21 árs gamli Dean sigraðist á miklu mótlæti til að komast á leikana og hvað þá að fagna sigri. Hann smitaðist tvisvar af kórónuveirunni á síðasta ári sem lagðist töluvert illa í hann í bæði skiptin. Breska ríkisútvarpið, BBC, greinir frá því að hann hafi verið svo illa haldinn að hann hafi varla getið gengið upp stiga án þess að glíma við mikinn hósta og öndunarvandamál. Dean var frá æfingum í þrjár vikur í báðum tilfellum og segir það hafa verið erfitt bæði líkamlega og andlega í aðdraganda leikanna. „Þriggja vikna aðlögun mín áður en ég gat hafið æfingar á ný þurfti að vera vel skipulögð til að koma í veg fyrir langtíma skaða á hjarta og lungu, svo það var ógnvekjandi,“ sagði Dean. „Það olli mér uppnámi því að enginn tekur sér sex vikna pásu í aðdraganda Ólympíuleika. Þetta var mikið áfall fyrir allt kerfið.“ Þrátt fyrir áföllin kom Dean fyrstur í bakkann í úrslitasundinu í 200 metra skriðsundi í morgun, aðeins 0,04 sekúndum á undan landa sínum Duncan Scott sem hlaut silfur. Dean kom í bakkann á einni mínútu og 44,22 sekúndum sem er nýtt landsmet og næst besti tími ársins í greininni. „Þegar ég sat í einangrun í íbúðinni minni virtist Ólympíugull vera milljón mílur í burtu,“ segir Dean sem sannarlega vann fyrir gullinu.
Sund Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Bretland Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira