Þeir hafi öllu að tapa en muni refsa ef Blikar gefa „heimskuleg færi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. júlí 2021 20:01 Höskuldur segir Blika hafa trú á verkefninu gegn Austria Wien á morgun. Vísir/Vilhelm Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði karlaliðs Breiðabliks, segist spenntur fyrir komandi verkefni liðsins gegn Austria Wien í Sambandsdeild Evrópu. Liðin skildu jöfn, 1-1, í Vín í síðustu viku og mætast að nýju á Kópavogsvelli annað kvöld. Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Blikar áttu góðan leik ytra gegn sterku atvinnumannaliði Austria. Höskuldur segir Blika mæta svipað til leiks annað kvöld, þeir muni ekki leggjast aftur á völlinn heldur pressa austurríska liðið. Leikurinn hefst klukkan 17:30 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „[Við mætum] bara svipað og við mættum úti, við ætlum að tækla þá eins og önnur lið, bara mæta með okkar hörðu pressu og hugrakka spil, það var í rauninni sem skilaði okkur þessum úrslitum frekar en að mæta passívir og kannski vera í einhverri miðblokk og vernda eitthvað sem við eigum ekkert,“ segir Höskuldur og bætir við: „Við ætlum bara að sækja til sigurs, við höfum þannig séð engu að tapa og þeir hafa öllu að tapa. Við stillum þessu dálítið svoleiðis upp.“ Klippa: Höskuldur Gunnlaugs Gott að fá 50/50 leik í Kópavogi Úrslitin í fyrri leiknum voru á meðal þeirra betri sem íslensk lið hafa náð í Evrópukeppni á útivelli síðustu misseri. Blikar hefðu getað stolið sigrinum í lokin þar sem skot Gísla Eyjólfssonar í uppbótartíma fór hársbreidd framhjá marki. „Það hefði náttúrulega verið betra ef Gísli hefði sett hann fimm sentímetrum innar og tekið sigur en þetta eru vissulega stór úrslit og gaman að það er bara 50/50 leikur í seinni leiknum upp á að komast áfram og við náttúrulega á heimavelli á okkar gervigrasi þar sem okkur líður vel, á Kópavogsvelli, eins og úrslitin hafa sýnt. Þannig að við mætum bara hugrakkir og með sjálfstraust.“ segir Höskuldur sem segir trú á verkefninu það mikilvægasta. „Maður verður að trúa, fyrst í hausnum, og sú trú er alveg til staðar, maður finnur það alveg í andrúmsloftinu í klefanum, ákefð á æfingum og frammistöðunni okkar að við mætum bara með kassann úti.“ Með tíu sinnum hærri laun en Blikar Þrátt fyrir að Blikar hafi trú á verkefninu segir Höskuldur Blika ekki mæta hrokafulla til leiks. „Þetta er náttúrulega sögulegt stórveldi með atvinnumönnum á tíu sinnum hærri launum en við, þetta eru alvöru gæjar og alvöru skepna þetta Austria Wien lið. Við erum að sjálfsögðu ekki með neinn hroka í okkar nálgun og vitum alveg að ef við gefum einhver færi á okkur, einhver heimskuleg færi, þá refsa þeir okkur. Góð lið refsa og þokkalega þegar komið er á þetta stig. Þeir eru með mjög hávaxið lið svo föst leikatriði verða varasöm, að fá þau á okkur á hættulegum stöðum, við ætlum að gefa sem minnst af þeim. Svo er bara að vera klárir í pressunni, ég myndi segja að það sé lykill.“ segir Höskuldur og bætir við: „Við fengum alveg færi til að setja fleiri en eitt mark þarna úti og við höfum í sumar, eftir því sem hefur liðið á, skapað okkur þvílíkt mikið af færum. Svo það er kannski aðallega bara að bera sérstaklega mikla virðingu fyrir varnarleiknum.“ Viðtalið við Höskuld má sjá að ofan. Leikur Breiðabliks og Austria Wien hefst klukkan 17:30 á morgun og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:15.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Leik lokið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð