Sambandsdeild Evrópu

Fréttamynd

„Mikil dramatík en verð­skuldaður sigur“

Kent Nielsen, þjálfari Silkeborg, var ánægður að vera kominn með lið sitt áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu eftir 3-2 sigur á KA í framlengingu og var tíðrætt um dramatík í viðtali eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Svekktur og stoltur á sama tíma“

KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3.

Fótbolti
Fréttamynd

„Sleikjum sárin í kvöld“

Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili.

Fótbolti
Fréttamynd

Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast

„Við vorum ekki hræddir, þetta var gott lið og við náðum að loka vel á það sem við ætluðum að gera, en á sama tíma vorum við ekki nógu góðir.“ sagði markaskorarinn Orri Sigurður Ómarsson eftir súrt tap Vals fyrir Kauno Žalgiris í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar á­fram eftir fram­lengingu

Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst.

Fótbolti
Fréttamynd

„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“

KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. 

Fótbolti
Fréttamynd

Upp­selt á Evrópu­leik KA á Akur­eyri

Á fimmtudag tekur KA á móti Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Staðan eftir fyrri leikinn er 1-1 og heimamenn eiga því góðan möguleika í leiknum sem verður sýndur beint á SÝN Sport Ísland.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Upp­gjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hall­gríms tryggðu KA frá­bær úr­slit

KA náði í dag í jafntefli í fyrri leik sínum gegn Silkeborg, frá Danmörku, í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 á JYSK Park úti í Silkeborg, en síðari leikurinn mun fara fram á Akureyri eftir rúma viku. Töfrar Hallgríms Mars í uppbótatíma tryggðu að Akureyringar fara með jafna stöðu inn í síðari leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ballið ekki búið hjá Breiðabliki

Eftir afhroðið í Póllandi í gærkvöldi er ansi líklegt að Breiðablik sé úr leik í undankeppni Meistaradeildarinnar en Blikarnir finna sig í kunnuglegum sporum og fá tvo sénsa til viðbótar, fyrst í Evrópu- og svo Sambandsdeildinni. Næsti áfangastaður verður að öllum líkindum Bosnía og þangað muna Blikar mæta í miklum hefndarhug.

Fótbolti
Fréttamynd

Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna

Nikolaj Hansen skoraði þrennu fyrir Víkinga í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær og varð þar með fjórði leikmaðurinn til að skora tíu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hann sló eitt met og jafnaði annað.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“

Víkingar unnu eins sannfærandi sigur og þeir gerast í kvöld þegar Malisheva mættu í Víkina fyrir seinni leik fyrstu umferðar Sambandsdeildarinnar í kvöld. Víkingar skoruðu átta mörk gegn engu og flugu áfram í næstu umferð 9-0 samanlagt.

Sport