Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Sindri Sverrisson skrifar 11. desember 2025 22:18 Freyr Alexandersson var alls ekki sáttur á leiknum við Fenerbahce í kvöld. Getty/Oguz Yeter Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann urðu að sætta sig við 4-0 skell gegn tyrkneska stórliðinu Fenerbahce í Noregi í kvöld, í Evrópudeildinni í fótbolta, eftir að hafa verið manni færri stóran hluta leiksins. Freyr fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín þegar leikmaður hans, Eivind Helland, var rekinn af velli á 18. mínútu en hann þótti hafa brotið af sér sem aftasti maður. Gestirnir frá Tyrklandi voru þá þegar komnir í 1-0 og komust í 3-0 áður en fyrri hálfleik var lokið. Brann tapaði að lokum 4-0 en liðið er án Sævars Atla Magnússonar og Eggerts Arons Guðmundssonar vegna meiðsla. Daníel Tristan Guðjohnsen lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Malmö sem náði að skora í uppbótartíma en tapaði 2-1, gegn Porto í Portúgal. Malmö er því enn aðeins með eitt stig í þriðja neðsta sæti, nú þegar tvær umferðir eru eftir, en Brann á mun betri von um að komast áfram í útsláttarkeppnina og er með átta stig í 22. sæti. Efstu 24 liðin komast áfram. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem fékk ekki á sig mark gegn Viktoria Plzen, í 0-0 jafntefli. Gestirnir frá Tékklandi misstu Václav Jemelka af velli með rautt spjald strax á 32. mínútu en náðu þó í stig. Aston Villa vann 2-1 útisigur gegn Basel með mörkum frá Youri Tielemans og Evann Guessand, og er eitt þriggja liða í efstu sætunum með 15 stig, ásamt Lyon og Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs. Öruggt hjá Palace í Sambandsdeildinni Í Sambandsdeildinni vann Crystal Palace 3-0 útisigur gegn Shelbourne á Írlandi. Christantus Uche, Edward Nketiah og Yéremy Pino skoruðu mörkin. Gísli Gottskálk Þórðarson er frá keppni vegna meiðsla og missti af 1-1 jafntefli Lech Poznan og Mainz, og Kjartan Már Kjartansson var ekki með Aberdeen sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Strasbourg. Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira
Freyr fékk að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín þegar leikmaður hans, Eivind Helland, var rekinn af velli á 18. mínútu en hann þótti hafa brotið af sér sem aftasti maður. Gestirnir frá Tyrklandi voru þá þegar komnir í 1-0 og komust í 3-0 áður en fyrri hálfleik var lokið. Brann tapaði að lokum 4-0 en liðið er án Sævars Atla Magnússonar og Eggerts Arons Guðmundssonar vegna meiðsla. Daníel Tristan Guðjohnsen lék síðustu tíu mínúturnar fyrir Malmö sem náði að skora í uppbótartíma en tapaði 2-1, gegn Porto í Portúgal. Malmö er því enn aðeins með eitt stig í þriðja neðsta sæti, nú þegar tvær umferðir eru eftir, en Brann á mun betri von um að komast áfram í útsláttarkeppnina og er með átta stig í 22. sæti. Efstu 24 liðin komast áfram. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem fékk ekki á sig mark gegn Viktoria Plzen, í 0-0 jafntefli. Gestirnir frá Tékklandi misstu Václav Jemelka af velli með rautt spjald strax á 32. mínútu en náðu þó í stig. Aston Villa vann 2-1 útisigur gegn Basel með mörkum frá Youri Tielemans og Evann Guessand, og er eitt þriggja liða í efstu sætunum með 15 stig, ásamt Lyon og Midtjylland með Elías Rafn Ólafsson innanborðs. Öruggt hjá Palace í Sambandsdeildinni Í Sambandsdeildinni vann Crystal Palace 3-0 útisigur gegn Shelbourne á Írlandi. Christantus Uche, Edward Nketiah og Yéremy Pino skoruðu mörkin. Gísli Gottskálk Þórðarson er frá keppni vegna meiðsla og missti af 1-1 jafntefli Lech Poznan og Mainz, og Kjartan Már Kjartansson var ekki með Aberdeen sem tapaði 1-0 á heimavelli gegn Strasbourg.
Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu Sjá meira