Mæta liði frá Íslandi þriðja árið í röð og segjast reynslunni ríkari Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2025 14:03 Stephen Bradley, þjálfari Shamrock Rovers, hefur verið tíður gestur hér á landi undanfarin ár. Vísir/Getty Stephen Bradley, þjálfari Shamrock Rovers, segir sitt lið búa að þeirri reynslu að hafa reglulega á undanförnum árum spilað við lið frá Íslandi í Evrópukeppni. Shamrock mætir Breiðabliki á Laugardalsvelli í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Þetta er þriðja árið í röð sem að Stephen og hans menn í Shamrock Rovers mæta hingað til lands. Árið 2023 laut liðið í lægra haldi fyrir Breiðabliki í einvígi forkeppni Meistaradeildar Evrópu og á síðasta ár, einnig í forkeppni Meistaradeildarinnar, hafði Shamrock Rovers betur gegn Víkingi Reykjavík í tveggja leikja einvígi. Klippa: Mættur til Íslands enn á ný og býst við rosalegum leik Fyrir komandi leik gegn Breiðabliki í kvöld segir Stephen aðspurður að sitt lið búi að þeirri reynslu að hafa spilað reglulega við lið frá Íslandi. „Já klárlega. Við höfum dregið lærdóm frá fyrri leikjum okkar hér á Íslandi,“ segir Stephen í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Bæði hvernig liðin hér vilja spila fótbolta en einnig hvaða hugarfari leikmenn þeirra búa yfir og hvernig þeir nálgast leikinn. Það er mikilvægt fyrir okkur að búa að þessum skilningi frá fyrri viðureignum okkar síðastliðin tvö ár. Allir leikir okkar hér á Íslandi hafa verið erfiðir, við búumst við því sama í komandi leik á móti Breiðabliki.“ Tekur eftir breytingum hjá Breiðabliki Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur Ingi Skúlason tók við stjórnartaumunum sem þjálfari Breiðabliks af Halldóri Árnasyni. Stephen og hans teymi hafa greint leikstíl þeirra grænklæddu úr Kópavogi og tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins eftir að Ólafur tók við sem þjálfari. „Liðið er að ganga í gegnum umbreytingarferli en er áfram með mjög góða leikmenn innan sinna raða. Margir af þeim leikmönnum sem við mættum árið 2023 eru enn í Breiðabliki og þá lutum við í lægra haldi gegn þeim. Ég veit af þjálfarabreytingunum og hef tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins taktískt séð en á heildina litið eru þarna góðir leikmenn sem ber að varast.“ Hvernig leik býstu við? „Erfiðum leik. Við förum í þessa síðustu tvo leiki okkar í deildarkeppninni til að sækja öll þau stig sem í boði eru og ég er viss um að Breiðablik horfi á þennan leik gegn okkur og sjái þar tækifæri til að sækja sigur og þrjú stig. Það ætti að vera góður leikur í vændum, tvö lið sem mæta til leiks með það fyrir augum að sækja sigur og þrjú stig.“ Setja stefnuna á umspilssæti Stephen, sem spilaði á árum áður fyrir Shamrock Rovers, hefur verið í þjálfarateymi liðsins frá árinu 2014. Fyrst sem aðstoðarþjálfari en árið 2016 tók hann við sem aðalþjálfari og hefur síðan þá gert liðið fimm sinnum að írskum meisturum og í tvígang hefur liðið orðið bikarmeistari undir hans stjórn. Á nýafstöðnu tímabili á Írlandi vann Shamrock Rovers tvennuna, írsku deildina sem og bikarkeppnina, og kemur því með sjálfstraustið í botni inn í leik kvöldsins þó svo að ekki hafi tekist að næla í sigur í Sambandsdeildinni til þessa. Liðið hefur náð í eitt stig nú þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Með sigri í þeim leikjum gæti Shamrock lyft sér upp í umspilsæti fyrir 16-liða úrslit deildarinnar en sjö stig þurfti til að komast áfram á næsta stig keppninnar á síðasta tímabili. „Það er markmiðið. Við höfum verið óheppnir í síðustu leikjum okkar, til að mynda gegn AEK í Aþenu þar sem að við fengum á okkur mark úr vítaspyrnu undir lok leiks þar sem að við misstum frá okkur sigur. Á móti Shakhtar Donetsk í síðustu okkur teljum við okkur hafa átt að ná stigi. Ef við vinnum þessa síðustu tvo leiki okkar förum við upp í sjö stig og það gefur okkur möguleika á að tryggja okkur sæti í umspilinu fyrir 16-liða úrslitin. Kannski mun það ekki nægja, en við sjáum til. Til þessa að eiga möguleika verðum við að vinna næstu tvo leiki, það er markmiðið. “ Krefjandi tímabil tekið við Líkt og Breiðablik er Shamrock Rovers nú að ganga í gegnum krefjandi tímabil þar sem að langur tími líður á milli leikja. Keppni heima á Írlandi er lokið og bara Evrópuleikir á dagskránni. „Þetta er krefjandi tímabil og í svona stöðu væri maður til í að spila keppnisleiki milli umferða í Evrópu. Það liðu átján dagar milli úrslitaleiks írska bikarsins hjá okkur þar til að við spiluðum gegn Shakhtar í Sambandsdeildinni. Það er erfið staða að vera ekki að spila keppnisleiki í yfir tvær vikur og fara svo að spila gegn sterkum andstæðingi á við Shakhtar. Breiðablik þekkir þessa stöðu líka. Svona er þetta bara, við tökum því og búum að reynslu frá því á síðasta ári. Við vitum því hvað til þarf í svona aðstæðum. Mínir leikmenn verða tilbúnir í baráttuna gegn Breiðabliki.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viplay og hefst klukkan korter í sex. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira
Þetta er þriðja árið í röð sem að Stephen og hans menn í Shamrock Rovers mæta hingað til lands. Árið 2023 laut liðið í lægra haldi fyrir Breiðabliki í einvígi forkeppni Meistaradeildar Evrópu og á síðasta ár, einnig í forkeppni Meistaradeildarinnar, hafði Shamrock Rovers betur gegn Víkingi Reykjavík í tveggja leikja einvígi. Klippa: Mættur til Íslands enn á ný og býst við rosalegum leik Fyrir komandi leik gegn Breiðabliki í kvöld segir Stephen aðspurður að sitt lið búi að þeirri reynslu að hafa spilað reglulega við lið frá Íslandi. „Já klárlega. Við höfum dregið lærdóm frá fyrri leikjum okkar hér á Íslandi,“ segir Stephen í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Bæði hvernig liðin hér vilja spila fótbolta en einnig hvaða hugarfari leikmenn þeirra búa yfir og hvernig þeir nálgast leikinn. Það er mikilvægt fyrir okkur að búa að þessum skilningi frá fyrri viðureignum okkar síðastliðin tvö ár. Allir leikir okkar hér á Íslandi hafa verið erfiðir, við búumst við því sama í komandi leik á móti Breiðabliki.“ Tekur eftir breytingum hjá Breiðabliki Ekki er ýkja langt síðan að Ólafur Ingi Skúlason tók við stjórnartaumunum sem þjálfari Breiðabliks af Halldóri Árnasyni. Stephen og hans teymi hafa greint leikstíl þeirra grænklæddu úr Kópavogi og tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins eftir að Ólafur tók við sem þjálfari. „Liðið er að ganga í gegnum umbreytingarferli en er áfram með mjög góða leikmenn innan sinna raða. Margir af þeim leikmönnum sem við mættum árið 2023 eru enn í Breiðabliki og þá lutum við í lægra haldi gegn þeim. Ég veit af þjálfarabreytingunum og hef tekið eftir einhverjum breytingum á leik liðsins taktískt séð en á heildina litið eru þarna góðir leikmenn sem ber að varast.“ Hvernig leik býstu við? „Erfiðum leik. Við förum í þessa síðustu tvo leiki okkar í deildarkeppninni til að sækja öll þau stig sem í boði eru og ég er viss um að Breiðablik horfi á þennan leik gegn okkur og sjái þar tækifæri til að sækja sigur og þrjú stig. Það ætti að vera góður leikur í vændum, tvö lið sem mæta til leiks með það fyrir augum að sækja sigur og þrjú stig.“ Setja stefnuna á umspilssæti Stephen, sem spilaði á árum áður fyrir Shamrock Rovers, hefur verið í þjálfarateymi liðsins frá árinu 2014. Fyrst sem aðstoðarþjálfari en árið 2016 tók hann við sem aðalþjálfari og hefur síðan þá gert liðið fimm sinnum að írskum meisturum og í tvígang hefur liðið orðið bikarmeistari undir hans stjórn. Á nýafstöðnu tímabili á Írlandi vann Shamrock Rovers tvennuna, írsku deildina sem og bikarkeppnina, og kemur því með sjálfstraustið í botni inn í leik kvöldsins þó svo að ekki hafi tekist að næla í sigur í Sambandsdeildinni til þessa. Liðið hefur náð í eitt stig nú þegar að tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni. Með sigri í þeim leikjum gæti Shamrock lyft sér upp í umspilsæti fyrir 16-liða úrslit deildarinnar en sjö stig þurfti til að komast áfram á næsta stig keppninnar á síðasta tímabili. „Það er markmiðið. Við höfum verið óheppnir í síðustu leikjum okkar, til að mynda gegn AEK í Aþenu þar sem að við fengum á okkur mark úr vítaspyrnu undir lok leiks þar sem að við misstum frá okkur sigur. Á móti Shakhtar Donetsk í síðustu okkur teljum við okkur hafa átt að ná stigi. Ef við vinnum þessa síðustu tvo leiki okkar förum við upp í sjö stig og það gefur okkur möguleika á að tryggja okkur sæti í umspilinu fyrir 16-liða úrslitin. Kannski mun það ekki nægja, en við sjáum til. Til þessa að eiga möguleika verðum við að vinna næstu tvo leiki, það er markmiðið. “ Krefjandi tímabil tekið við Líkt og Breiðablik er Shamrock Rovers nú að ganga í gegnum krefjandi tímabil þar sem að langur tími líður á milli leikja. Keppni heima á Írlandi er lokið og bara Evrópuleikir á dagskránni. „Þetta er krefjandi tímabil og í svona stöðu væri maður til í að spila keppnisleiki milli umferða í Evrópu. Það liðu átján dagar milli úrslitaleiks írska bikarsins hjá okkur þar til að við spiluðum gegn Shakhtar í Sambandsdeildinni. Það er erfið staða að vera ekki að spila keppnisleiki í yfir tvær vikur og fara svo að spila gegn sterkum andstæðingi á við Shakhtar. Breiðablik þekkir þessa stöðu líka. Svona er þetta bara, við tökum því og búum að reynslu frá því á síðasta ári. Við vitum því hvað til þarf í svona aðstæðum. Mínir leikmenn verða tilbúnir í baráttuna gegn Breiðabliki.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viplay og hefst klukkan korter í sex.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sjá meira