Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2025 22:19 Stuðningsmenn finnska liðsins KuPS höfðu sannarlega ástæðu til að fagna eftir hetjulegt jafntefli við Crystal Palace í Lundúnum sem skaut þeim finnsku áfram í umspil. Mike Hewitt/Getty Images Deildarkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta lauk í kvöld með fjölda leikja. Íslendingaliðin riðu ekki feitum hesti en komust mörg hver í umspil. Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í kvöld, að leikmönnum Breiðabliks undantöldum. Blikar töpuðu 3-1 fyrir Strasbourg í Frakklandi eftir hetjulega baráttu en sá sigur tryggði þeim frönsku toppsæti deildarinnar og sæti í 16-liða úrslitum. Rakow Czestochowa frá Póllandi hafnar í öðru sæti eftir sigur í kvöld en Sparta Prag frá Tékklandi, Rayo Vallecano frá Spáni, Shakhtar Donetsk frá Úkraínu, Mainz frá Þýskalandi, AEK Larnaca frá Kýpur og AEK Aþena frá Grikklandi eru einnig á meðal átta efstu liðanna sem fara beint í 16-liða úrslitin. Aþenulið AEK fer beint áfram eftir jöfnunarmark á 98. mínútu og sigur mark á fimmtándu mínútu uppbótartíma gegn Craiova frá Rúmeníu í kvöld. Með þeim sigri fer AEK upp fyrir Lausanne frá Sviss sem fer á móti í umspilið, þrátt fyrir 1-0 sigur á Fiorentina frá Ítalíu. Albert Guðmundsson spilaði síðustu tuttugu mínúturnar fyrir heillum horfið lið Fiorentina sem fer ásamt Lausanne í umspilið. Alls eru það 16 lið á eftir þeim átta efstu, í 9.-24. sæti, sem fara áfram í umspil þar sem keppt er um að mæta áðurnefndum liðum í 16-liða úrslitum keppninnar. Þar á meðal er Samsunspor en Logi Tómasson spilaði allan leikinn í 2-0 tapi fyrir Mainz frá Þýskalandi í kvöld. Guðmundur Þórarinsson var þá í liði Noah frá Armeníu sem tapaði 2-0 fyrir Dýnamó Kíev en Noah fer í umspil, annað en úkraínska liðið. Finnska liðið KuPS, sem gerði markalaust jafntefli við Breiðablik fyrr í haust, gerði sér lítið fyrir og náði í 2-2 jafntefli við Crystal Palace. Þau úrslit gera að verkum að KuPS fer í umspilið og einnig Crystal Palace. KuPS væri úr leik með tapi þar og Palace hefði farið beint í 16-liða úrslit með sigri. Kjartan Már Kjartansson spilaði ekki fyrir Aberdeen í 3-0 tapi fyrir Sparta Prag og Gísli Gottskálk Þórðarson er meiddur og missti af 2-1 sigri Lech Poznan gegn Sigma Olomouc. Liðin sem fara í 16-liða úrslit: Strasbourg Rakow Czestochowa AEK Aþena Sparta Prag Rayo Vallecano Shakhtar Donetsk Mainz frá Þýskalandi AEK Larnaca Liðin sem fara í umspil: Lausanne Crystal Palace Lech Poznan Samsunspor Celje AZ Alkmaar Fiorentina Rijeka Jagiellonia Bialystok Omonia Nicosia Noah Drita KuPS Shkendija Zrinjski Mostar Sigma Olomouc Úrslit kvöldsins AEK Aþena 3-2 Craiova AEK Larnaca 1-0 Shkendija AZ Alkmaar 0-0 Jagiellonia Crystal Palace 2-2 KuPS Dynamo Kíev 2-0 Noah Lausanne 1-0 Fiorentina Legia Varsjá 4-1 Lincoln Red Imps Mainz 2-0 Samsunspor Celje 0-0 Shelbourne Omonia Nicosia 0-1 Rakow Rayo Vallecano 3-0 Drita Sigma Olomouc 1-2 Lech Poznan Shakhtar Donetsk 0-0 Rijeka Shamrock Rovers 2-1 Hamrun Spartans Slovan Bratislava 1-0 Hacken Sparta Prag 3-0 Aberdeen Strasbourg 3-1 Breiðablik Zrinjski Mostar 1-1 Rapid Vín
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira