Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2025 11:00 Bæði karla- og kvennalið Breiðabliks hafa náð góðum árangri í Evrópukeppnunum í ár og því fylgir fjárhagslegur ávinningur. Samsett/Vísir Breiðablik hefur með árangri sínum til þessa í Evrópukeppnum karla og kvenna í fótbolta í ár tryggt sér 800 milljónir króna í verðlaunafé. Upphæðin gæti hækkað um tæpar 130 milljónir í kvöld ef Blikar framkalla kraftaverk í Frakklandi með því að vinna Strasbourg. Leikur Strasbourg og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Kvennalið Breiðabliks hefur unnið sér inn 297.000 evrur, jafnvirði 44 milljóna króna, á leiktíðinni. Liðið vinnur sér ekki inn frekari fjárhæðir á þessu almanaksári en er enn með í nýju keppninni, Evrópubikarnum, eftir frækinn sigur gegn dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring. Blikakonur spila við sænsku meistarana í Häcken í 8-liða úrslitum í febrúar og geta þar aukið verðlaunafé sitt um 75.000 evrur, eða 11 milljónir króna, með sigri og komist í undanúrslit. Andrea Rut Bjarnadóttir og stöllur í Blikaliðinu gerðu sér lítið fyrir og slógu út Fortuna Hjörring, dönsku meistarana, í Evrópubikarnum. Það er nýja „B-keppnin“ hjá konunum en áður var bara Meistaradeildin.vísir/Anton Upphæðirnar sem karlaliðið spilar um eru hins vegar enn hærri og þá sérstaklega upphæðin sem fékkst fyrir að komast inn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, sem er 3,17 milljónir evra. Komnir yfir 750 milljónir og mikið í húfi í kvöld Enn eru miklar upphæðir í húfi í Frakklandi í kvöld, sem og auðvitað sæti í 24-liða útsláttarkeppninni en þá þarf Breiðablik að vinna. Strasbourg er á toppnum og þegar öruggt með farseðil beint í 16-liða úrslit sem gefur kannski einhverja von um að liðið leggi ekki allt í sölurnar í kvöld. Eftir sigurinn á Shamrock Rovers í síðasta leik, fyrsta sigur Blikaliðsins í Sambandsdeildinni, er karlalið Breiðabliks búið að rjúfa fimm milljóna evra múrinn á þessu ári og samtals öruggt um rúmlega 5,1 milljón evra. Það jafngildir um 756 milljónum króna á gengi gærdagsins. [💰🟢 UECL prize money rankings after MD5]▪️🇫🇷 Strasbourg jumps to the top of the table, just short of €10m!▪️🇺🇦 Shakhtar climbed over €9m!▪️🇮🇸 Breidablik, 🇦🇲 Noah, 🇲🇰 Shkendija all jump over €5m!💶 Detailed analysis of UEFA prize money for ALL 108 TEAMS in 🔵 UCL 🟠 UEL… pic.twitter.com/rCKHPOTAGR— Football Meets Data (@fmeetsdata) December 13, 2025 Hafa ber í huga að upphæðirnar eru greiddar út á mismunandi tímum, og því á örlítið mismunandi gengi, en meirihluti var greiddur út í september síðastliðnum. Einnig er vert að hafa í huga að mikill kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum sem hér er ekki tekinn inn í myndina. Upphæðin sem karlalið Breiðabliks er öruggt um skiptist þannig: 3,17 milljónir evra fyrir að komast í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. 700.000 evrur fyrir að spila í fjórum umferðum í undankeppninni (175.000 evrur fyrir hverja umferð). 410.000 evrur vegna „markaðshlutdeildar“ en sú greiðsla byggir á áætluðu markaðsvirði hvers liðs og eru íslensk lið jafnan meðal þeirra neðstu á þeim lista. 400.000 evrur fyrir sigurinn á Shamrock. 2x133.000 evrur fyrir jafnteflin tvö við Kups og Samsunspor. 160.000 evrur að lágmarki fyrir lokasæti (í versta falli 32. sæti) en þar fást 28.000 evrur fyrir hvert sæti frá botni (sem sagt 28.000 evrur fyrir 36. sæti, 56.000 evrur fyrir 35. sæti, o.s.frv.) og við bætist álag sem veltur á heildarfjölda jafntefla í keppninni (því í hverjum jafnteflisleik standa eftir 133.000 evrur miðað við hvern sigurleik). Takist Blikum að vinna í kvöld og komast áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar bæta þeir við sig að lágmarki 856.000 evrum, eða um 127 milljónum króna. Þar af eru 400.000 evrur fyrir sigur, 200.000 evrur fyrir að komast áfram og 256.000 evrur fyrir að ná 24. sæti ( sú upphæð hækkar ef liðið endar ofar). Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira
Leikur Strasbourg og Breiðabliks hefst klukkan 20 í kvöld, í beinni útsendingu á Sýn Sport Kvennalið Breiðabliks hefur unnið sér inn 297.000 evrur, jafnvirði 44 milljóna króna, á leiktíðinni. Liðið vinnur sér ekki inn frekari fjárhæðir á þessu almanaksári en er enn með í nýju keppninni, Evrópubikarnum, eftir frækinn sigur gegn dönsku meisturunum í Fortuna Hjörring. Blikakonur spila við sænsku meistarana í Häcken í 8-liða úrslitum í febrúar og geta þar aukið verðlaunafé sitt um 75.000 evrur, eða 11 milljónir króna, með sigri og komist í undanúrslit. Andrea Rut Bjarnadóttir og stöllur í Blikaliðinu gerðu sér lítið fyrir og slógu út Fortuna Hjörring, dönsku meistarana, í Evrópubikarnum. Það er nýja „B-keppnin“ hjá konunum en áður var bara Meistaradeildin.vísir/Anton Upphæðirnar sem karlaliðið spilar um eru hins vegar enn hærri og þá sérstaklega upphæðin sem fékkst fyrir að komast inn í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar, sem er 3,17 milljónir evra. Komnir yfir 750 milljónir og mikið í húfi í kvöld Enn eru miklar upphæðir í húfi í Frakklandi í kvöld, sem og auðvitað sæti í 24-liða útsláttarkeppninni en þá þarf Breiðablik að vinna. Strasbourg er á toppnum og þegar öruggt með farseðil beint í 16-liða úrslit sem gefur kannski einhverja von um að liðið leggi ekki allt í sölurnar í kvöld. Eftir sigurinn á Shamrock Rovers í síðasta leik, fyrsta sigur Blikaliðsins í Sambandsdeildinni, er karlalið Breiðabliks búið að rjúfa fimm milljóna evra múrinn á þessu ári og samtals öruggt um rúmlega 5,1 milljón evra. Það jafngildir um 756 milljónum króna á gengi gærdagsins. [💰🟢 UECL prize money rankings after MD5]▪️🇫🇷 Strasbourg jumps to the top of the table, just short of €10m!▪️🇺🇦 Shakhtar climbed over €9m!▪️🇮🇸 Breidablik, 🇦🇲 Noah, 🇲🇰 Shkendija all jump over €5m!💶 Detailed analysis of UEFA prize money for ALL 108 TEAMS in 🔵 UCL 🟠 UEL… pic.twitter.com/rCKHPOTAGR— Football Meets Data (@fmeetsdata) December 13, 2025 Hafa ber í huga að upphæðirnar eru greiddar út á mismunandi tímum, og því á örlítið mismunandi gengi, en meirihluti var greiddur út í september síðastliðnum. Einnig er vert að hafa í huga að mikill kostnaður fylgir þátttöku í Evrópukeppnum sem hér er ekki tekinn inn í myndina. Upphæðin sem karlalið Breiðabliks er öruggt um skiptist þannig: 3,17 milljónir evra fyrir að komast í aðalkeppni Sambandsdeildarinnar. 700.000 evrur fyrir að spila í fjórum umferðum í undankeppninni (175.000 evrur fyrir hverja umferð). 410.000 evrur vegna „markaðshlutdeildar“ en sú greiðsla byggir á áætluðu markaðsvirði hvers liðs og eru íslensk lið jafnan meðal þeirra neðstu á þeim lista. 400.000 evrur fyrir sigurinn á Shamrock. 2x133.000 evrur fyrir jafnteflin tvö við Kups og Samsunspor. 160.000 evrur að lágmarki fyrir lokasæti (í versta falli 32. sæti) en þar fást 28.000 evrur fyrir hvert sæti frá botni (sem sagt 28.000 evrur fyrir 36. sæti, 56.000 evrur fyrir 35. sæti, o.s.frv.) og við bætist álag sem veltur á heildarfjölda jafntefla í keppninni (því í hverjum jafnteflisleik standa eftir 133.000 evrur miðað við hvern sigurleik). Takist Blikum að vinna í kvöld og komast áfram í útsláttarkeppni Sambandsdeildarinnar bæta þeir við sig að lágmarki 856.000 evrum, eða um 127 milljónum króna. Þar af eru 400.000 evrur fyrir sigur, 200.000 evrur fyrir að komast áfram og 256.000 evrur fyrir að ná 24. sæti ( sú upphæð hækkar ef liðið endar ofar).
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Evrópubikar kvenna í fótbolta Mest lesið Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Körfubolti Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Enski boltinn Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Keegan með krabbamein Enski boltinn Fleiri fréttir Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Albert snuðaður um sigurmark Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Sjá meira