Anníe Mist átti „undraverðan“ dag og Katrín Tanja ekkert nema bros Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2021 12:00 CrossFit heimurinn fagnaði því að sjá Anníe Mist Þórisdóttir aftur í keppni þeirra bestu. Hún er komin aftur. Instagram/@roguefitness Íslensku CrossFit konurnar Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir voru báðar ánægðar með fyrsta daginn sinn á heimsleikunum í CrossFit en þær fá nú tækifæri til að safna orku í dag eftir að hafa klárað fjórar greinar í gær. Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira
Katrín Tanja er í sjötta sæti og Anníe Mist er í tólfta sæti. Þuríður Erla Helgadóttir er síðan í nítjánda sæti. Katrín náði best sjötta sæti í þriðju greininni en Anníe náði best sjöunda sæti í grein númer tvö. Heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey er að stinga af en hún er með 397 stig af 400 mögulegum eða 57 stigum meira en Haley Adams í öðru sæti, 114 stigum meira en Katrín Tanja og 154 stigum meira en Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín Tanja og Anníe Mist gerðu báðar upp fyrsta daginn á Instagram síðum sínum. „Ekkert nema bros eftir fyrsta daginn. Ég elska að keppa. Hvíld á morgun og ég get ekki beðið eftir því að fá að keppa aftur á föstudaginn,“ skrifaði Katrín Tanja eins og sjá má hér fyrir ofan. Anníe Mist sýndi það og sannaði að hún er komin öflug til baka þrátt fyrir að ekki sé liðið ár síðan að hún eignaðist dótturina Freyju Mist í ágúst í fyrra. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe er að gera betur en hinar mömmurnar í hópnum. Kara Saunders er þannig bara í 34. sæti, 150 stigum á eftir Anníe. Regan Huckaby er i 33. sætinu og Arielle Loewen er i 20. sæti. „Þetta var undraverður dagur. Ég synti lengra en ég hef áður gert, hljóp hraðar en ég hef gert í meira en tvö ár og fékk að keppa í Colosseum höllinni í fyrsta sinn síðan 2018 og það voru engin vonbrigði,“ skrifaði Anníe Mist. „Hvíldardagur á morgun og síðan þrír dagar til viðbótar til að prófa hreysti okkar,“ skrifaði Anníe eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Sjá meira