Naeher varði tvö víti í vítakeppninni og eitt í leiknum: Rapinoe með sigurvítið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 13:56 Megan Rapinoe fagnar sigurvítinu með liðsfélögum sínum í bandaríska landsliðinu. AP/Kiichiro Sato Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta varð fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Ólympíukeppninnar í Tókýó eftir sigur á Evrópumeisturum Hollands í vítakeppni. Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð. Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira
Bandaríkin og Holland gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik en bandarísku heimsmeistararnir unnu 4-2 sigur í vítakeppninni. Megan Rapinoe skoraði af miklu öryggi úr síðasta vítinu en áður hafði markvörðurinn Alyssa Naeher varið tvö af fjórum vítum hollenska liðsins. Naeher hafði einnig varið vítið tíu mínútum fyrir leikslok sem hefði væntanlega tryggt hollenska liðinu sigurinn. ALYSSA NAEHER pic.twitter.com/okGRkYklBS— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alex Morgan og Christen Press klikkuðu báðar á vítum þegar bandaríska liðið tapaði í vítakeppni í átta liða úrslitum á síðustu Ólympíuleikum en sýndu mikinn karakter með að taka víti núna og skora. Vivianne Miedema kom hollenska liðinu í 1-0 á 18. mínútu en bandarísku stelpurnar svöruðu með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Það fyrra skoraði Sam Mewis eftir stoðsendingu Lynn Williams og Willams skoraði síðan hitt markið sjálf eftir stoðsendingu frá Mewis. Bandaríska liðið var 2-1 yfir í hálfleik en Miedema tókst að jafna metin á 54. skoti með skoti sem markvörðurinn Alyssa Naeher átti líklega að verja. 2019: beat in the World Cup final2021: end chances of a #Tokyo2020 medalUSWNT get the better of the Netherlands again pic.twitter.com/UDV6gQruP3— B/R Football (@brfootball) July 30, 2021 Alyssa Naeher bætti aftur á móti fyrir það tíu mínútum fyrir leikslok þegar hún varði vítaspyrnu frá Lieke Martens. Staðan var því enn 2-2 þegar venjulegum leiktíma lauk og því þurfti að framlengja. Hollenska liðið skoraði mark í upphafi seinni hálfleiks þegar Martens skallaði boltann í netið af marklínunni en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Varsjáin breytti ekki þeim dóm. Það var líka dæmt mark af Christen Press þeim Alex Morgan í framlengingunni vegna rangstöðu en þetta voru þriðja og fjórða bandaríska markið í leiknum þar sem veifuð var rangstæða á bandaríska liðið. Ekkert löglegt mark var því skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema hefur verið algjörlega óstöðvandi á þessum Ólympíuleikum og hefur skorað tíu mörk í fjórum leikjum. Mörkin hennar verða ekki fleiri og hún klikkaði einmitt á fyrsta víti hollenska í vítakeppninni. Bandaríska liðið mætir Kanada í undanúrslitum keppninnar en í hinum undanúrslitaleiknum mætast síðan Ástralía og Svíþjóð.
Vítakeppnin: Holland - Bandaríkin 2-4 Vivianne Miedema, víti varið af Alyssu Naeher 0-1 Rose Lavelle, mark 1-1 Dominique Janssen, mark 1-2 Alex Morgan, mark 2-2 Stefanie van der Gragt, mark 2-3 Christen Press, mark Aniek Nouwen, víti varið af Alyssu Naeher 2-4 Megan Rapinoe, mark
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Fleiri fréttir Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Sjá meira