Liverpool goðsögnin Steven Gerrard vann sinn fyrsta deildarmeistaratitil á ferlinum þegar hann stýrði Rangers til sigurs í deildinni í fyrra og mótið í ár byrjar vel fyrir bláa liðið í Glasgow.
Ianis Hagi opnaði markareikninginn strax á 8.mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks.
Staðan var 1-0 allt þar til á 78.mínútu þegar Scott Wright kom Rangers í 2-0.
Það var svo Kemar Roofe, fyrrum leikmaður Víkings og Leeds United, sem gulltryggði öruggan sigur Rangers með þriðja markinu á 90.mínútu.