Segja Zoom hafa brotið gegn friðhelgi einkalífs notenda sinna Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. ágúst 2021 14:53 Í heimsfaraldri eru flestir farnir að kannast við samskiptaforritið Zoom. Getty/Rafael Henrique Samskiptaforritinu Zoom hefur verið gert að greiða það sem nemur tæpum 10,7 milljörðum íslenskra króna vegna málsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs notenda. Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna. Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Málsóknin var gefin út í mars árið 2020 fyrir hönd fjölda notenda út um allan heim. Í henni kemur fram að samskiptaforritið hafi brotið gegn friðhelgi milljóna notenda með því að deila persónulegum upplýsingum með Facebook, Google og LinkedIn. Þá er fyrirtækið jafnframt sakað um að hafa ekki gert allt sem það gat til að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar næðu að brjótast inn á fundi fólks á forritinu. Fyrirtækið hefur neitað allri sök en hefur samþykkt að leggja aukinn metnað í öryggisráðstafanir. Í bráðabirgðasamkomulagi málsins kemur fram að fyrirtækið muni veita starfsfólki sínu sérstaka þjálfun í meðhöndlun gagna og öðru sem viðkemur friðhelgi einkalífs. Talsmaður fyrirtækisins segir öryggi og friðhelgi einkalífs notenda vera í algjörum forgrunni og að fyrirtækið taki trausti notenda alvarlega. Fyrirtækið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir nálgun sína á öryggi. Þó nokkur fyrirtæki hafa hætt allri notkun á Zoom vegna svokallaðs „Zoombombing“ sem er þegar óboðnir gestir brjótast inn á fundi. Greint var frá því í tímaritinu New York Times á síðasta ári þegar óprúttinn aðili braust inn á Zoom viðburð á vegum fyrirtækisins Chipotle og birti klámmyndir. Fréttastofa BBC segist þó hafa heimildir fyrir því að Zoom hafi nú innleitt yfir hundrað nýja verkferla sem snúa að öryggi notenda sinna.
Bandaríkin Tækni Persónuvernd Fjarvinna Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira