Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Árni Sæberg skrifar 2. ágúst 2021 22:49 Eggert Eyjólfsson segir stöðuna á bráðamóttökunni alvarlega. Vísir/Vilhelm Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Eggert benti á stöðu mála á bráðamóttökunni í Facebookfærslu í kvöld vegna fréttar Vísis af rútuslysi. Hann hefur áhyggjur af því að bráðamóttakan gæti ekki tekist á við alvarlegt hópslys ef slíkt kæmi upp. „Það er alveg augljóst að ef það hefðu verið fleiri en einn eða tveir alvarlega slasaðir í þessu slysi þá hefði Landspítalinn ekki getað sinnt þeim,“ segir Eggert í samtali við Vísi. „Við náttúrulega hefðum reynt að hlaupa hraðar og sinna tveimur þremur sjúklingum hver læknir en það boðar ekki gott þegar þú átt von á þrjátíu eða fjörutíu sjúklingum og þú ert með kannski fjögur eða fimm pláss á bráðamóttökunni til að skoða fólkið og engin pláss á sjúkrahúsinu til að leggja það inn,“ bætir hann við. Einungis eitt laust pláss fyrir alvarlega slasaða Samkvæmt færslunni er staðan á bráðamóttökunni í kvöld eftirfarandi: Laus pláss til að skoða mikið slasaða - 1 Laus pláss til að skoða nokkuð slasaða - 3 Laus pláss til að skoða lítið slasaða - 5 Laus pláss á gjörgæslu - 1 Laus pláss á almennum deildum - mínus 9 Eggert segir að starfsfólk Landspítalans hafi talað um þessa alvarlegu stöðu í mörg ár en að það hafi því miður talað fyrir daufum eyrum. Auk plássleysis er alvarleg mannekla ástæða þess að ekki sé hægt að taka við fleiri sjúklingum. Eggert segir að á hverjum tíma sé einungis einn vakthafandi sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Sá læknir hafi oftast einungis einn eða tvo minna reynda lækna sér til handar auk læknanema. Þá eru hjúkrunarfræðingar á deildinni alvarlega undirmannaðir. Eggert segir að enn eigi eftir að manna fjögur hundruð vaktir hjúkrunarfræðinga í sumar. Hópslysaáætlun Landspítalans gerir ráð fyrir að bráðamóttakan væri rýmd „Landspítalinn er með hópslysaáætlun sem gerir ráð fyrir að þeir sjúklingar sem geti útskrifast séu útskrifaðir strax og að bráðamóttakan verði tæmd af fólki sem þarf ekki lífsnauðsynlega að vera þar,“ segir Eggert. Eggert bendir á að hópslysaáætlun breyti því ekki að það sé bara einn sérfræðingur í bráðalækningum á vakt. Hann segir að Félag bráðalækna hafi bent á þá alvarlegu stöðu fyrr í sumar. „Ef eitthvað alvarlegt gerist er reynt að hringja fólk út og virkja fólk til að koma og hjálpa og maður myndi að sjálfsögðu gera það en það breytir því ekki að staðan á sjúkrahúsinu er bara ómöguleg,“ segir Eggert. Eggert segist vildi óska þess að ráðamenn hefðu hlustað á varnaðarorð lækna um að heilbrigðiskerfið sé ekki í stakk búið til að takast á við álag af völdum aukningu ferðamanna. Bent hafi verið á það fyrir rúmlega tíu árum síðan. „Heilbrigðiskerfið okkar á mjög bágt með það að sinna bara þeim sem búa hér, hvað þá gestum landsins,“ segir hann.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31