Norðmaðurinn með heimsmet og Ólympíugull Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2021 08:01 Karsten Warholm fagnar sigri og heimsmetinu í nótt með því að rífa treyjuna sína. AP/David J. Phillip Karsten Warholm tryggði sér Ólympíugull í Tókýó í nótt um leið og hann var fyrsti maður sögunnar sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Warholm var að bæta sitt eigið heimsmet og það um 76 hundraðshluta. Hann kom í mark á 45,94 sekúndum en gamla metið var hlaup upp á 46.70 sekúndum síðan í Osló í byrjun júlí síðastliðnum. Karsten Warholm take a bow!The #NOR athlete is Olympic champion after smashing his own World Record with a time of 45.94s in the men's 400m hurdles!@WorldAthletics #Athletics @idrett pic.twitter.com/3i2hhac7w5— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Bandaríkjamaðurinn Rai Benjamin fékk silfrið en hann hljóp einnig undir gamla heimsmetinu eða á 46,17 sekúndum. Alison dos Santos frá Brasilíu fékk brons. Warholm var mjög sáttur í lok hlaupsins að hann reif treyjuna sína en svo var eins og hann tryði því ekki að hafa komist undir 46 sekúndurnar. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Karsten Warholm. The faces of PURE AMAZEMENT Karsten Warholm demolishes his own world record to claim gold in the 400m hurdles final! pic.twitter.com/uXeskHnL3V— ESPN (@espn) August 3, 2021 Það tók menn til ársins 1948 að komast undir 46 sekúndurnar í 400 metra hlaupi án grindanna en heimsmetið í 400 metra hlaupi er 43,03 sekúndur. Það er aðeins 2,91 fljótara en hjá Warholm sem fór í gegnum tíu grindur á leið sinni. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins,“ sagði Warholm. #GER's Malaika Mihambo is Olympic champion!A huge jump of 7.00m earns her the gold medal in the women's long jump - Germany's first athletics gold of #Tokyo2020!@WorldAthletics #Athletics @TeamD pic.twitter.com/vXkvQ0UvA2— Olympics (@Olympics) August 3, 2021 Hin þýska Malaika Mihambo vann langstökkið með stökki upp á 7,00 metra í sinni lokatilraun. Brittney Reese frá Bandaríkjunum fékk því silfur á öðrum leikunum í röð en henni tókst ekki að svara Mihambo í sínu lokastökki. Ese Brume frá Nígeríu stökk jafnlangt og Reese en varð að sætt sig við brons þar sem sú bandaríska stökk lengra í sínu næstsíðasta stökki.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Noregur Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira