Tölvuleikjum lýst í Kína sem rafrænum fíkniefnum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2021 09:56 Í umræddri grein er kallað eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Getty Verðmæti hlutabréfa kínverska fyrirtækisins Tencent hefur lækkað töluvert í kjölfar þess að ríkismiðlar Kína sögðu tölvuleiki vera „andlegt ópíum“ og „rafræn fíkniefni“. Þá hafa yfirvöld í Kína unnið að því að koma böndum á stærstu tæknifyrirtæki landsins á undanförnum mánuðum. Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína. Kína Leikjavísir Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tencent er meðal annars umfangsmikið á sviði símaleikja. Önnur fyrirtæki á þessu sviðið hafa einnig lækkað í virði í Kína. Samkvæmt frétt Sky News gerist það í kjölfar þess að ríkismiðill varaði við því að ungt fólk væri að ánetjast tölvuleikjum og var kallað eftir því að gripið yrði til aðgerða gegn iðnaðinum. Beindi miðillinn spjótum sínum sérstaklega að leiknum Honour of kings og sagði nemendur spila þann leik í allt að átta tíma á dag. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim.Getty/VNG Greinin birtist í dagblaðinu Economic Information Daily, sem er tengt Xinhua, stærstu ríkisreknu fréttaveitu Kína. Þar segir að ekki megi leyfa nokkrum iðnaði eða íþrótt að þróast á þann hátt að hann eyðileggi heila kynslóð. Kallað er eftir því að yfirvöld þvingi leikjafyrirtæki til að koma í veg fyrir tölvuleikjafíkn meðal ungmenna. Tencent sendi í kjölfarið út tilkynningu um að starfsmenn fyrirtækisins myndu koma á leiðum til að draga úr aðgengi barna að leikjum og hve löngum tíma hægt sé að verja í þeim. Í frétt Reuters segir að hlutabréf Tencent hafi skoppað til baka eftir að umrædd grein var fjarlægð af vef EID og samfélagsmiðlum. Þrátt fyrir það séu fjárfestar á nálum og þykir greinin til marks um að von sé á frekari aðgerðum gegn tæknifyrirtækjum í Kína.
Kína Leikjavísir Mest lesið Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent