Vegkantur sem gaf sig líklega ástæða þess að rútan valt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. ágúst 2021 11:34 Þrír farþegar rútunnar, sem sést hér í bakgrunni, voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur. Vísir/Magnús Hlynur Vegkantur sem gaf sig er talinn vera ástæða þess að rúta, með fjölda íslenskra og erlendra ferðamanna innanborðs, valt í Biskupstungum í gær. Betur fór en á horfðist og enginn slasaðist alvarlega, að sögn yfirlögregluþjóns. Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján. Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Um fimmtíu manns voru um borð í rútunni sem ekur um undir merkjum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir málið nú til rannsóknar. Farþegi sem fréttastofa ræddi við í gær segir rútuna hafa verið troðfulla, þannig að starfsfólk fyrirtækisins hafi þurft að standa. „Það er svo sem allt í skoðun. Það verða teknar skýrslur af farþegum og ökumanni í dag. Það er bara í skoðun hvernig það var. En það er alveg ljóst að það var nokkur fjöldi í bílnum eins og sagt var frá,“ segir Sveinn Kristján í samtali við fréttastofu. Hann segir rútuna þá vera það gamla að engin öryggisbelti séu í henni, þannig að allir farþegar hafi verið óbundnir. Þá megi ferðaþjónustufyrirtækið eiga von á sekt, reynist það raunin að of margir hafi verið í rútunni. Þyrlan létti á sjúkraflutningum á landi Þrír voru fluttir á Landspítala með þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir veltuna, en Sveinn Kristján segir þó að betur hafi farið en á horfðist í fyrstu og enginn alvarlega slasaður. Það er að segja, enginn var í lífshættu. „Þyrlan í rauninni tekur kúfinn. Þetta er mikill fjöldi af fólki og þyrlan aðstoðaði við sjúkraflutninga í sjálfu sér. Þeir voru ekki fluttir vegna alvarleika, heldur bara til þess að létta á sjúkraflutningum á landi,“ segir Sveinn Kristján. Í gær sagði Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, að bráðamóttakan hefði ekki verið í stakk búin til að taka á móti fjölda alvarlegra slasaðra sjúklinga í gærkvöldi. Sveinn Kristján kveðst ekki vita hvernig tekið var á móti þeim sem fluttir voru með þyrlunni til Reykjavíkur í gær. „Ég geri ráð fyrir því og þykist þekkja það að það leggjast allir á eitt þegar alvarleikinn bankar á dyrnar og leysa það sem þarf að leysa. Ég er nokkuð viss um það að það hefur allt verið leyst og veit að það leystist allt saman,“ segir Sveinn Kristján. Þeir minna slösuðu hafi verið fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, þó þrír hafi farið til Reykjavíkur. Sjá einnig: Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Hann segir þá að mun verr hefði getað farið en raun ber vitni. „Klárlega. Þar sem þessi fjöldi er í bílnum og allir óbundnir, þá hefði þetta getað farið verr. Mér skilst að þetta hafi gerst tiltölulega hægt, að veltan hafi verið hæg þegar kanturinn gaf sig. Sem betur fer fór þetta því á skásta máta, en það er alltaf hætta á að það verði alvarleg slys þegar svona stórir bílar fara á hliðina,“ segir Sveinn Kristján.
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Samgönguslys Tengdar fréttir Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31 Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Rútuslys í Biskupstungum Rúta á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Rafting keyrði út af vegi í Biskupstungum á Suðurlandi. Um fimmtíu manns voru í rútunni. 2. ágúst 2021 19:31
Bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir hana sprungna Eggert Eyjólfsson, bráðalæknir á bráðamóttöku Landspítalans, segir að bráðamóttakan sé ekki í stakk búin að taka á móti nema einum alvarlega slösuðum sjúklingi í kvöld. 2. ágúst 2021 22:49
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent