Boða til Covid-fundar með fulltrúum listafólks og íþróttahreyfingar Eiður Þór Árnason skrifar 3. ágúst 2021 23:21 Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Samsett Stjórnvöld hafa boðað til fundar á morgun með fulltrúum úr listageiranum og íþróttahreyfingunni til að ræða áhrif kórónuveirufaraldursins. Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Meðal þeirra sem hafa fengið fundarboð eru fulltrúar Bandalags íslenskra listamanna, fyrirtækja í sviðslistum, Félags sjálfstætt starfandi tónlistarmanna, Íþrótta- og Ólympíusambandsins og Landssambands ungmennafélaga. Aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra staðfestir í samtali við fréttastofu að ráðherranefnd um samræmingu mála sem varða fleiri en eitt ráðuneyti fundi með fjölmörgum aðilum þessa dagana í tengslum við sóttvarnaaðgerðir. Þeirra á meðal séu fulltrúar úr menningageiranum. Forsætisráðherra er meðal þeirra sem á sæti í nefndinni ásamt Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra. Magnús Geir Þórðarson þjóðleikhússtjóri staðfestir að hann verði viðstaddur fundinn og sömuleiðis Erling Jóhannesson, formaður Bandalags íslenskra listamanna, sem tekur vel í framtakið. Mikil óvissa í kortunum „Ég svona vona að við fáum eitthvað meira frá stjórnvöldum en við getum veitt þeim. Við fáum allavega tækifæri til að koma því á framfæri hvernig við metum stöðuna og getum vonandi haft áhrif á ákvörðunartökuna í framhaldinu,“ segir Erling sem fékk fundarboðið um miðjan dag í dag. Farsóttin veldur nú enn og aftur gríðarmikilli óvissu innan listageirans. Annað árið í röð kom uppsveifla smitaðra í veg fyrir að verslunarmannahelgin færi með eðlilegum hætti en sú helgi er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir tónlistarmenn og sirkusfólk. „Svo horfum við upp á það að við vitum ekki hvernig við ræsum veturinn á öllum okkar viðburðastöðum sem stóla á margmenni,“ segir Erling. Stór verkefni á vegum Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands séu til að mynda búin að vera í biðstöðu í eitt og hálft ár. „Stór hluti þeirra listamanna sem starfa í þessu umhverfi eru lausráðnir. Framan af vetri í fyrra gerðu leikhúsin ágætlega í því að reyna að halda því fólki á samningum og skaffa því verkefni. Það er hins vegar alveg ljóst að á meðan þessi stóru leikhús á borð við Borgarleikhúsið eru kannski að byggja 60 prósent af rekstri sínum á sjálfsaflafé þá getur það ekki haldið úti lausráðnu fólki á launum að eilífu,“ bætir Erling við. Íslenskir listamenn þurft að taka á sig meira högg en víða annars staðar „Það sem maður hefur áhyggjur af núna er, ef það teygist á þessu, að það fari mögulega að molna úr innviðunum sem okkur tókst þó að halda ágætlega fram að þessu. Að mikið af okkar listafólki fari að selja tækin sín, losa stúdíóin og leggja niður fyrirtækin.“ Listastarfsemi hérlendis sé í meira mæli rekin af listamönnunum sjálfum en víða annars staðar í Evrópu. Þar hafi viðburðahaldarar og milliliðir með meiri fjárhagslega burði oft tekið á sig stærri hluta af tapinu sem hlýst af faraldrinum. „Það er styttri fjarlægð frá listamanninum til framleiðandans hér á Íslandi. Það er því ástæða til að hafa áhyggjur,“ segir Erling.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira