Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á sóttvarnalækni Sunna Sæmundsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 4. ágúst 2021 22:21 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar. Vísir Nú styttist í að stjórnvöld tilkynni hvort ráðist verði í frekari samkomutakmarkanir innanlands til að bregðast við hröðum vexti faraldursins. Ráðherrar hafa fundað stíft með sérfræðingum og hagsmunahópum síðustu daga áður en ákvörðun er tekin um næstu aðgerðir. Sóttvarnalæknir hefur gefið út að óvíst sé hvort hann muni leggja til ákveðnar aðgerðir að þessu sinni en núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst að óbreyttu. Sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda hafa fram að þessu byggt á tillögum sóttvarnalæknis og er útlit er fyrir að ákvörðun um næstu skref verði byggð á matskenndari forsendum en áður. Í síðustu viku funduðu ráðherrar með sérfræðingum um stöðu faraldursins en síðustu daga hefur til að mynda verið leitað sjónarmiða hjá Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, talsmönnum listafólks og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar. Í þeim samtölum hefur meðal annars verið kallað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd og hugað verði að því að halda atvinnulífinu og menningarstarfi gangandi. Staðan alvarlegri og óútreiknanlegri Velferðarnefnd Alþingis fundaði í dag en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, fór fram á það í síðustu viku að nefndin kæmi saman í sumarleyfi þingmanna til að fara yfir ástand faraldursins. Helga Vala sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að eftir fundinn sé henni ljóst að staðan sé flóknari en hún gerði ráð fyrir. „Staðan er alvarlegri, staðan á Landspítalanum er alvarlegri, og þetta delta-afbrigði er óútreiknanlegra en við héldum.“ Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á Þórólf Nú er ljóst að ákvörðun um næstu aðgerðir verður kannski pólitískari en áður. Hvernig leggst það í þig og hvernig finnst þér að eigi að bregðast við þessari stöðu? „Okkur hefur gengið best þegar við höfum fylgt ráðleggingum Þórólfs sóttvarnalæknis og ég held að stjórnvöld eigi að horfa þangað þegar þau leita ráða. Ég held að þegar við tölum um að lifa með veirunni þá þurfum við að vega og meta hvernig það er gert: Þannig að krakkarnir okkar komast ekki í skóla og geti ekki lifað eðlilegu lífi eða heilbrigðiskerfið okkar geti ekki sinnt nauðsynlegum aðgerðum? Ég held að við verðum að láta almannahag ráða hér,“ segir Helga Vala. Takmarkanir séu núna í algjöru lágmarki og hægt að verja fólk betur með því að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis. „Með því að skima á landamærunum, fara í aukna grímuskyldu, tveggja metra regluna en þó þannig að skólastarf geti átt sér stað og svo eru auðvitað þessi hraðpróf sem er verið að nota víða erlendis. Ég held að það sé eitthvað sem geti hjálpað til bæði í heilbrigðiskerfinu og í skólastarfinu,“ segir Helga Vala. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42 Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Sóttvarnalæknir hefur gefið út að óvíst sé hvort hann muni leggja til ákveðnar aðgerðir að þessu sinni en núverandi takmarkanir gilda til og með 13. ágúst að óbreyttu. Sóttvarnatakmarkanir stjórnvalda hafa fram að þessu byggt á tillögum sóttvarnalæknis og er útlit er fyrir að ákvörðun um næstu skref verði byggð á matskenndari forsendum en áður. Í síðustu viku funduðu ráðherrar með sérfræðingum um stöðu faraldursins en síðustu daga hefur til að mynda verið leitað sjónarmiða hjá Alþýðusambandi Íslands, Samtökum atvinnulífsins, talsmönnum listafólks og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar. Í þeim samtölum hefur meðal annars verið kallað eftir því að hlutabótaleiðin verði framlengd og hugað verði að því að halda atvinnulífinu og menningarstarfi gangandi. Staðan alvarlegri og óútreiknanlegri Velferðarnefnd Alþingis fundaði í dag en Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður nefndarinnar, fór fram á það í síðustu viku að nefndin kæmi saman í sumarleyfi þingmanna til að fara yfir ástand faraldursins. Helga Vala sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að eftir fundinn sé henni ljóst að staðan sé flóknari en hún gerði ráð fyrir. „Staðan er alvarlegri, staðan á Landspítalanum er alvarlegri, og þetta delta-afbrigði er óútreiknanlegra en við héldum.“ Hvetur ríkisstjórnina til að hlusta á Þórólf Nú er ljóst að ákvörðun um næstu aðgerðir verður kannski pólitískari en áður. Hvernig leggst það í þig og hvernig finnst þér að eigi að bregðast við þessari stöðu? „Okkur hefur gengið best þegar við höfum fylgt ráðleggingum Þórólfs sóttvarnalæknis og ég held að stjórnvöld eigi að horfa þangað þegar þau leita ráða. Ég held að þegar við tölum um að lifa með veirunni þá þurfum við að vega og meta hvernig það er gert: Þannig að krakkarnir okkar komast ekki í skóla og geti ekki lifað eðlilegu lífi eða heilbrigðiskerfið okkar geti ekki sinnt nauðsynlegum aðgerðum? Ég held að við verðum að láta almannahag ráða hér,“ segir Helga Vala. Takmarkanir séu núna í algjöru lágmarki og hægt að verja fólk betur með því að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis. „Með því að skima á landamærunum, fara í aukna grímuskyldu, tveggja metra regluna en þó þannig að skólastarf geti átt sér stað og svo eru auðvitað þessi hraðpróf sem er verið að nota víða erlendis. Ég held að það sé eitthvað sem geti hjálpað til bæði í heilbrigðiskerfinu og í skólastarfinu,“ segir Helga Vala.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42 Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00 Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þarf að framlengja hlutabótaleið og önnur úrræði verði takmarkanir viðvarandi ástand Forseti Alþýðusambandsins óttast að ákvörðun um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins verði pólitískari en áður. Verði takmarkanir viðvarandi þurfi að framlengja úrræði á borð við hlutabótaleiðina og sníða atvinnuleysistryggingar að þeim veruleika. Hundrað og sextán greindust með kórónuveiruna í gær. 4. ágúst 2021 13:42
Aldrei fleiri smitaðir í einu á Íslandi Aldrei hafa fleiri verið í einangrun smitaðir af Covid-19 á Íslandi og einmitt í dag. Alls eru 1.304 í einangrun eins og er, nokkru fleiri en voru skráðir í einangrun þegar fyrri bylgjur faraldursins náðu sínum hápunkti. 3. ágúst 2021 17:00
Breyting hjá Þórólfi sem gefur boltann á stjórnvöld Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að óvíst sé hvort hann muni leggja til einhverjar ákveðnar aðgerðir þegar núverandi takmarkanir á samkomum renna sitt skeið á enda. Stjórnvöld þurfi að taka ákvörðun um hvort grípa eigi til harða aðgerða eða ekki til þess að koma böndum á núverandi bylgju kórónuveirufaraldursins. 3. ágúst 2021 12:04