Sir Alex Ferguson mætti tvisvar með lið Aberdeen í Laugardalinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2021 11:31 Sir Alex Ferguson var miklu yngri og hafði aldrei stýrt liði Manchester United þegar hann mætti tvisvar sinnum með lið sitt í Laugardalinn á níunda áratugnum. EPA/ETTORE FERRARI Breiðablik fær skoska liðið Aberdeen í heimsókn í kvöld í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45. UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira
Þetta er fyrri leikur liðanna en sá seinni fer fram í Skotlandi eftir viku. Í boði er leikur á móti sigurvegaranum úr einvígi AEL Limassol frá Kýpur og Qarabag frá Aserbaídjan. Blikar fengu ekki leyfi til að spila leikinn í kvöld á Kópavogsvellinum og því verður að spila hann á Laugardalasvelli. Frétt Morgunblaðsins um leikinn árið 1967.Skjámynd/timarit.is/ Þetta er ekki fyrsta heimsókn skoska liðsins til Íslands og alltaf hafa þeir spilað á Laugardalsvellinum. Leikurinn í kvöld verður fimmti Evrópuleikur Aberdeen í Laugardalnum. Það þarf að fara næstum því 54 ár aftur í tímann til að finna þann fyrsta sem var í gömlu Evrópubikarkeppnnni árið 1967. Leikirnir á móti KR voru tveir fyrstu Evrópuleikir Aberdeen. Aberdeen vann fyrri leikinn 10-0 á heimavelli en þann síðari 4-1 á Laugardalsvellinum 13. september 1967. Eyleifur Hafsteinsson skoraði eina mark KR átján mínútum fyrir leikslok en staðan var þá orðin 4-0. Frétt Morgunblaðsins um leikinn1983.Skjámynd/timarit.is Aberdeen kom síðan tvisvar til Íslands með tveggja ára millibili á níunda áratugnum þegar knattspyrnustjóri liðsins var enginn annar en Sir Alex Ferguson sem seinna gerði stórkostlega hluti með Manchester United. Liðin mættust 1983 í Evrópukeppni bikarhafa og 1985 í Evrópukeppni meistaraliða. Skagamenn höfðu ekki heppnina með sér 1983 þegar þeir töpuðu fyrri leiknum 2-1 á heimavelli. Skagamenn áttu sigurinn skilinn og skoski landsliðsmarkvörðurinn Jim Leighton varði meðal annars vítaspyrnu frá Árna Sveinssyni Sigurður Halldórsson kom ÍA í 1-0 með stórglæsilegu skallamarki á 28. mínútu eftir horn en Aberdeen jafnaði aðeins fimmtíu sekúndum síðar. Árni fékk vítið á 62. mínútu og sigurmark Aberdeen liðsins kom síðan aðeins tveimur mínútum fyrir leikslok. Mark McGhee skoraði bæði mörk skoska liðsins. Frétt Þjóðviljans um leikinn 1985.Skjámynd/timarit.is Seinni leiknum í Skotlandi lauk með 1-1 jafntefli þar sem Gordon Strachan skoraði mark úr víti á 68. mínútu en Jón Askelsson jafnaði úr víti mínútu fyrir leikslok. Aberdeen komst því áfram og fór alla leið í undanúrslit keppninnar þar sem liðið tapaði á móti Juventus. Tveimur árum síðar mættust Skagamenn og Skotarnir aftur en nú í Evrópukeppni meistaraliða. Aberdeen vann þá fyrri leikinn 3-1 á Laugardalsvellinum og þann seinni 4-1 í Skotlandi. Júlíus Pétur Ingólfsson skoraði mark ÍA úr víti í Laugardalnum en Hörður Jóhannesson markið í Aberdeen. Sir Alex bauð upp á nokkuð skemmtileg ummæli þegar hann ræddi við Víði Sigurðsson á Þjóðviljanum eftir leikinn. „Þetta voru góð úrslit, nú megum við tapa 2-0 á Pittodrie!," sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Aberdeen, ánægður með frammistöðu sinna manna í viðtalinu í Þjóðviljanum daginn eftir. „Leikmennirnir mínir fóru í leikinn með réttu hugarfari, þeir minntust leikjanna við Akranes fyrir tveimur árum. En ég var orðinn smeykur í hálfleik, fimm dauðafæri og samt 1-0," sagði Alex sem var þá ekki orðinn Sir. Skotarnir skoruðu þrjú mörk á síðustu tíu mínútum leiksins og gerðu nánast út um einvígið. Aberdeen átti eftir að koma einu sinni til viðbótar til Íslands en liðið dróst á móti Val í Evrópukeppni bikarhafa 1993. Skotarnir unnu þá tvo örugga sigra, 3-0 í Laugardalnum og svo 4-0 úti í Skotlandi. Í kvöld verður Breiðablik því fjórða íslenska félagið til að fá Aberdeen í heimsókn á Laugardalsvelli í Evrópukeppni. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 18.45.
UEFA Evrópudeild UEFA Breiðablik Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: Wales - Holland | Fyrsti leikurinn á stórmóti Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Leik lokið: Vestri - Valur 0-2 | Valsarar halda áfram góðu gengi Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Sjá meira