Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð Árni Sæberg skrifar 5. ágúst 2021 13:38 Kristín Helga er hæstánægð með að Fjallaverksmiðja Íslands verði að sjónvarpsþáttaröð. Aðsend/Forlagið Kristín Helga Gunnarsdóttir hefur selt kvikmyndarétt að bók sinni Fjallaverksmiðja Íslands bandaríska framleiðslufyrirtækinu Inner Voice Artists. Hinir mexíkósku Munoz-bræður munu skrifa handritið og leikstýra þáttunum. „Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar. Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
„Það er gaman að þessi saga sé að leggja af stað í svona ferðalag,“ segir Kristín Helga í samtali við Vísi. Hún vísar til þess að margt þurfi að gerast til að saga verði að sjónvarpsþáttum og því sé ekkert í hendi þótt búið sé að kaupa réttinn að bók hennar Fjallaverksmiðja Íslands. Hún segist þó hafa átt góða fundi með Munoz-bræðrunum sem munu koma til með að leikstýra og skrifa handrit að þáttum upp úr sögu Kristínar. Þeir vinna nú að því að skrifa svokallaðan „pilot“ þátt sem er nokkurs konar prufa og útbúa kynningarpakka til að selja streymisveitum. Til stendur að framleiddir verði að minnsta kosti átta til tíu þættir upp úr bókinni, með möguleika á framhaldi. Þá segir hún að ef vel gangi sé hún með hugsanlegt framhald í huga. Innblásin af Gretu Thunberg Fjallaverksmiðja Íslands er að miklu leiti innblásin af baráttu Gretu Thunberg að sögn Kristínar. Sagan fjallar um Emmu sem er áhrifavaldur sem finnst meðvitundarlaus í kajak á Jökulsárlóni en sagan gerist einmitt öll undir Vatnajökli. Kristín Helga segir söguna eiga mikið erindi í umræðuna í dag um loftlagsvána. Þá segir hún að framleiðslufyrirtækið Inner Voice Artists einbeiti sér mikið að sjálfstæðum kvikmyndum og þáttum sem hafa samfélagslega mikilvæg þemu. Fyrirtækið framleiddi til að mynda kvikmyndina I Am Greta um baráttu Gretu Thunberg í þágu umhverfisverndar. „Fyrir mig sem höfund eru stór tíðindi að brjóta þennan glervegg til útlanda“ Kristín Helga segir virkilega ánægjulegt að verkum hennar sé sýndur svona mikill áhugi utan landsteinanna. Hún hefur áður unnið með þýskum framleiðendum en hún er til að mynda búin að skrifa handrit að þáttum um Fíusól, hennar þekktustu persónu, sem sýndir verða í víðsvegar um heim. Hún sér fyrir sér að þættirnir upp úr Fjallaverksmiðju Íslands verði á ensku og jafnvel staðfærðir eitthvert annað. Líklegast til Alaska í Bandaríkjunum. Þá segir Kristín að búið sé að þýða bókina yfir á ensku og að útgáfa hennar erlendis sé komin í ferli. Immaterial Agents fer með útgáfurétt bókarinnar.
Bókmenntir Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira