Kanadísku stelpurnar Ólympíumeistarar eftir vítakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2021 14:55 Kandadísku stelpurnar Deanne Rose og Shelina Zadorsky fagna sigri í vítakeppninni. AP/Fernando Vergara Kanada tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull í knattspyrnu kvenna eftir sigur á Svíþjóð í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag. Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3 Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Stephanie Labbé var hetja kanadíska liðsins en hún varði tvö víti í vítaspyrnukeppninni sem Kanada vann 3-2. Labbé spilar einmitt í Svíþjóð með Rosengård. Hedvig Lindahl, markvörður Svía, varði tvö af fyrstu fjórum vítum kanadísku stelpnanna og fyrirliði sænska liðsins Caroline Seger gat í framhaldinu tryggt sænska liðinu gullið. Seger skaut hins vegar boltanum yfir og Kanada náði að jafna í næstu spyrnu. CANADA WIN GOLD IN WOMEN S OLYMPIC FOOTBALL pic.twitter.com/RJhGcM9Jye— B/R Football (@brfootball) August 6, 2021 Labbé varði fyrsta víti Svía í bráðabana og það var síðan hin tvítuga Julia Grosso sem skoraði sigurmarkið úr sjötta víti Kanada. Sænska liðið tapaði úrslitaleiknum á síðustu leikum og Kanada hafði unnið bronsverðlaun á síðustu tveimur Ólympíuleikum. Stina Blackstenius kom sænska liðinu í 1-0 á 34. mínútu með skoti úr teignum eftir sendingu frá Kosovare Asllani. Þetta var hennar fimmta mark á leikunum. Sænska liðið var yfir í leikum í 33 mínútur eða fram í miðjan seinni hálfleik. Jessie Fleming tryggði Kanada sigur á Bandaríkjunum í undanúrslitunum á vítapunktinum og hún klikkaði heldur ekki þegar Varsjáin gaf Kanada víti á 67. mínútu. Reynsluboltinn féll í teignum og Jessie Fleming skoraði af öryggi alveg eins og hún gerði á móti Bandaríkjunum. Staðan var jöfn eftir venjulegan leiktíma og ekkert var skorað í framlengingunni. Því réðust úrslitin í vítakeppni. Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Vítaspyrnukeppnin: Svíþjóð - Kanada 2-3 Kosovare Asllani skot í stöngina Jessie Fleming mark, 0-1 Nathalie Björn mark, 1-1 Ashley Lawrence, Hedvig Lindahl varði Olivia Schough mark, 2-1 Vanessa Gilles, skot í slá Anna Anvegård , Stephanie Labbé varði Adriana Leon, Hedvig Lindahl varði Caroline Seger, skot yfir Deanne Rose mark, 2-2 Jonna Andersson, Stephanie Labbé varði Julia Grosso mark, 2-3
Fótbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti „Hefði viljað þriðja markið“ Sport „Við vorum skíthræddir“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira