Hljóp inn á til að húðskamma Carrasco og lét dómara leiksins fá það óþvegið í leikslok Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2021 10:31 Diego Simeone er engum líkur. Rico Brouwer/Getty Images Diego Simeone, þjálfari Spánarmeistara Atlético Madríd, verður seint talinn rólegur í skapinu. Hann missti stjórn á skapi sínu er lið hans tapaði 2-1 gegn Feyenoord frá Hollandi um helgina. Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira
Simeone lét hinn 27 ára gamla Yannick Carrasco heyra það eftir að hann fékk einkar heimskulegt rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks. Þá fengu dómararnir einnig sinn skerf af fúkyrðum að leik loknum. Spánarmeistarar Atlético voru 1-0 undir gegn Feyenoord er Carrasco fékk að líta rauða spjaldið fyrir að sparka í Tyrell Malacia eftir að þeim lenti saman. Er Malacia lá á vellinum ákvað Carrasco að beygja sig yfir hann og láta nokkur vel valin orð falla. Í kjölfarið sauð allt upp úr og leikmenn hópuðust saman í klassískum „haltu mér, slepptu mér,“ kíting sem sést aðeins á knattspyrnuvöllum. Þar tókst Carrasco að lenda upp á kant við Orkun Kökçü sem var mættur til að verja liðsfélaga sinn sem lá óvígur eftir í grasinu. Jan Oblak, markvörður Atlético, reyndi að hafa vit fyrir Carrasco en hafði ekki erindi sem erfiði. Þá kom Simeone skokkandi inn á völlinn og sagði leikmanni sínum til syndanna. Myndbönd af því sem fram fór má sjá hér að neðan. Vlam in de pan Voor Yannick Carrasco ESPN# #feyatm pic.twitter.com/vbVfqGq9iu— ESPN NL (@ESPNnl) August 8, 2021 ¡OJO! CARRASCO se ha encarado con un rival después de una entrada y ha terminado expulsado El Cholo ha saltado al terreno de juego para llevarse a su jugador al vestuario pic.twitter.com/GJ3AOHDVZS— Post United (@postutd) August 8, 2021 Feyenoord vann leikinn 2-1 þökk sé sigurmarki Naoufal Bannis þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Að leik loknum ku Simeone – sem var greinilega enn heitt í hamsi – hafa látið dómarana heyra það. Af hverju er ekki víst að svo stöddu en það er ljóst að Simeone finnst ekki gaman að tapa, sama þó aðeins sé um vináttuleik að ræða.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Sjá meira