Það var á þessum degi fyrir 67 árum, 9. ágúst 1945, sem Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á Nagasakí. Þremur dögum síðar gerðu þeir slíkt hið sama við Hírósíma. Talið er að á bilinu 130 þúsund til 225 þúsund hafi látið lífið í árásunum.
Með kertafleytingunni vilja friðarhreyfingarnar minnast fórnarlambanna og leggja áherslu á kröfuna um heim án kjarnorkuvopna. Fundarstjóri viðburðarins var Kolbeinn H. Stefánsson félagsfræðingur og Ingibjörg Hjartardóttir rithöfundur flutti ávarp.
Vegna sóttvarnaráðstafana var aðeins hleypt inn í tvö hólf, sem hvort um sig tók 200 manns. Þá var einnig haldin kertafleyting við Leirutjörn á Akureyri í kvöld.
Ryotaro Suzuki, sendiherra Japans á Íslandi, birti nú í kvöld tíst með myndum frá athöfninni. Með myndunum fylgja stutt en áhrifarík skilaboð:
„Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki.“
Aldrei aftur Hiroshima
— SUZUKI Ryotaro 鈴木亮太郎 (@SUZUKIRyotaro1) August 9, 2021
Aldrei aftur Nagasaki pic.twitter.com/R2gBSZiXGI