Taka þurfi mark á ábendingum varðandi spítalann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2021 18:54 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skipta miklu máli að tekið sé mark á þeirri vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við stöðuna á Landspítalanum og afköst innan stofnunarinnar. Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Að loknum blaðamannafundi þar sem ríkisstjórnin kynnti áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir innanlands var hún spurði út í gagnrýni Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á stjórnendur spítalans. Fyrr í dag sagði hann til að mynda ótækt að „stíflur í kerfinu“ yllu því að grípa þurfi til sóttvarnaaðgerða, með það fyrir augum að verja spítalann. „Ef við værum hérna með Sinfóníuhljómsveitina þá dugar ekki fyrir fiðluleikarana alla að standa sig eins vel og þeir geta mögulega gert. Ef stjórnunin á hljómsveitinni er ekki í lagi þá heyrist ekki tónlistin sem fólki líkar,“ sagði Bjarni. Í samtali við fréttastofu að loknum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar síðdegis í dag benti Katrín á að spítalinn væri stór stofnun með miklar fjárveitingar, en fjármálaráðherra hefur sagst telja að „stór tékki,“ það er að segja aukið fjármagn til spítalans, væri ekki lausn allra vandamála. Spyrja þurfi hvers vegna framleiðni er ekki meiri í heilbrigðiskerfinu, þrátt fyrir aukið fjármagn og mönnun. „Algjör undirstöðustofnun“ „Það er mitt mat að þetta er auðvitað algjör undirstöðustofnun í íslensku heilbrigðiskerfi og þar hefur álagið verið mjög mikið. Við erum búin að vera að funda með fulltrúum starfsfólks á spítalanum, hjúkrunarfræðinga, lækna og sjúkraliða,“ sagði Katrín og bætti við að mikið álag hafi verið á þessum stéttum frá upphafi faraldursins og því beri að hlusta á þeirra raddir. „Það breytir því ekki að Landspítalinn er stór og mikil stofnun með miklar fjárveitingar og það skiptir auðvitað máli að það sé tekið mark á því sem hefur verið unnið á undanförnum árum,“ sagði Katrín og nefndi sérstaklega skýrslu sem unnin var um stöðuna á bráðamóttöku spítalans. Hún segir mikilvægt að til þess að fjármunir sem veitt er til spítalans nýtist sem best sé unnið úr slíkum ábendingum. Þannig sé hægt að draga úr álagi og spítalinn geti um leið staðið sem best undir hlutverki sínu. Þarf einhverju að breyta? Hrista upp í stjórnun eða rekstri? „Ég held að verkefnið sjáist best á því sem heilbrigðisráðherra er að gera núna, sem er að koma fram með aðgerðir til þess að draga úr álagi á spítalann, með því að færa verkefni til. Þannig að það sé ekki til að mynda hlutverk spítalans að sinna fólki sem á rétt á því að fara á hjúkrunarheimili en er ekki komið með rými,“ segir Katrín. Hún segir umræðuna um spítalann vera þekkta í stjórnmálaumræðu síðustu ára og eitthvað sem þurfi að vera stöðugt í skoðun. „Þannig að þetta, til að mynda, sé ekki að valda óþarfa álagi á spítalann. Þetta er bara eitt dæmi um það sem heilbrigðisráðherra er að gera núna og ég held að það skipti miklu máli. Það er hluti af okkar aðgerðum til þess að sporna við því að faraldurinn valdi of miklu álagi á heilbrigðiskerfið, að koma til móts við spítalann að þessu leyti.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira