Áfram slökkt á hleðslustöðvunum: Kærunefnd útboðsmála hafnar endurupptöku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2021 10:52 Kristján segir leiðinlegt að hindranir séu í vegi fyrir rafbílavæðingunni sem enginn græði á. Vísir Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað því að fresta áhrifum úrskurðar síns um ólögmæti útboðs Reykjavíkurborgar á götuhleðslum fyrir rafbíla. Þá hefur nefndin hafnað því að taka málið upp að nýju. „Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins. Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Við höfum bara verið að skoða þetta,“ segir Kristján Már Atlason, forstöðumann fyrirtækjamarkaðar hjá ON, um þá stöðu sem upp er komin. Hann segir málið ömurlegt, ekki síst fyrir eigendur rafbíla. Upphaflegur úrskurður nefndarinnar, sem var birtur 11. júní síðastliðinn, hafði þau áhrif að slökkt var á öllum þeim hleðslustöðvum sem Orka náttúrunnar hafði sett upp á grundvelli samnings síns við Reykjavíkurborg. Um er að ræða 156 hleðslustöðvar. Freista þess að „liðka til“ fyrir lausn Það var Ísorka, sem einnig bauð í verkið, sem kærði útboðið til kærunefndarinnar en nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg hefði borið að bjóða verkið út á evrópska efnahagssvæðinu. Nefndin sagði ON ekki heimilt að taka gjald fyrir notkun götuhleðslustöðvanna og brást fyrirtækið við með því að gera hleðsluna gjaldfrjálsa. Reykjavíkurborg fór hins vegar fram á að ON slökkti á stöðvunum í kjölfar þess að lögmaður Ísorku sendi bréf á kærunefndina, þar sem fram kom að forsvarsmenn fyrirtækisins litu svo á að ON væri ekki heimilt að gefa rafmagn á stöðvunum og að nefndin gæti beitt dagsektum. „Við erum að meta stöðuna,“ segir Kristján um framhaldið. „Við viljum sjá hvort það er einhver lausn á málinu.“ Hann segir það ekki undir ON komið að leysa málið upp á sitt einsdæmi en innan fyrirtækisins sé verið að skoða hvort eitthvað sé hægt að gera til að „liðka til“ fyrir lausn. „Við náttúrulega tókum bara þátt í þessu útboði í góðri trú og viljum taka þátt áfram,“ segir Kristján en hleðslustöðvarnar séu frábær leið til að aðstoða Íslendinga við að rafbílavæðast enn frekar og nýta endurnýtanlega orkugjafa landsins.
Bílar Reykjavík Orkumál Vistvænir bílar Hleðslustöðvar Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira