Lífeyrissjóðir taki of mikið af tekjum ungs fólks Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2021 21:33 Steindi, Egill og Auðunn þáttastjórnendur hlaðvarpsins Blökastið og útvarpsþáttarins FM95BLÖ fóru yfir málin með Ásgeiri Jónssyni Seðlabankastjóra. Blökastið Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri var í viðtali í nýjasta þættinum af hlaðvarpinu Blökastið og gaf góð ráð í fjármálahorni þáttarins. Í viðtalinu barst talið meðal annars að fjárhættuspilum og Auðunn spurði seðlabankastjórann einfaldlega: „Ertu gamblari?“ „Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is. FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
„Nei ég var nú í stúku í Stykkishólmi hjá honum Árna Helgasyni. Þar lofaði ég að aldrei ljúga, aldrei drekka, aldrei veðja. Ég hef haldið eitthvað af þessu, svarar Ásgeir þá og hlær. Hann grínaðist þó með að hafa íhugað að prófa að fara inn á Mónakó þegar hann gekk þar fram hjá.“ Steindi spurði Ásgeir í viðtalinu hvað ungt fólk ætti að gera ef það ætti milljón sem það vildi ávaxta sem best. Hljóðbrot úr viðtalinu má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Blökastið í heild sinni er komið út og er nokkurra mínútna viðtal við hann í þættinum. Áskrifendur geta einnig hlustað á sérstakan aukaþátt með öllu viðtalinu við Ásgeir í heild sinni. Klippa: Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri í fjármálahorni Blökastsins Hlutabréf eru langtímafjárfesting „Það fer eftir því hvaða markmið þú ert með, hvað þú ætlar að ávaxta hana lengi,“ byrjaði Ásgeir á að svara. „Ef ég væri ungur og þetta væru peningar sem ég ætlaði að taka og nota eftir tíu ár eða eitthvað álíka þá koma hlutabréf mjög til greina, það er svona langtíma fjárfesting. Þú ferð ekki inn í hlutabréf nema þú sért tilbúinn til þess að vera í ár eða meira,“ bætir Ásgeir svo við. Ef fólk væri að hugsa um ávöxtun á skemmri tíma, væri hlutabréf ekki rétta leiðin. „Mjög margir taka peninginn og setja í fasteignir af því að þú þarft að nota hann því þú þarft heimili.“ Því fari mikið af fjárfestingum fólks í fasteignir og skipti yfir í stærri fasteignir eftir því sem fjölskyldan stækkar. Ættu að hafa meiri ráðstöfunarrétt Í viðtalinu sagði hann að það sé forréttindastaða að vera ung þjóð með mikið af ungu fólki. „Fæðingartíðni á Íslandi er miklu hærri en annars staðar. Íslenskar konur þær hafa það að þær eru með mestu atvinnuþátttökuna í heimi hjá konum og líka hæstu fæðingartíðnina miðað við vestrænar þjóðir.“ Hann er þó á þeirri skoðun að of mikið af tekjum ungs fólks hér á landi fari í lífeyrissjóði. „Lífeyrissjóðirnir eru að mínu mati að taka allt of mikið af ungu fólki. Ungt fólk er að leggja allt of mikið í lífeyrissjóði. Ungt fólk ætti að hafa miklu meiri ráðstöfunarrétt yfir peningunum sínum í dag heldur en það hefur,“ útskýrir Ásgeir. Hvenær þarf fólk á peningunum að halda? Það er þegar það er ungt. Að hans mati ætti ungt fólk að leggja minna inn í lífeyrissjóði og fá að taka sjálfstæðari ákvarðanir hvað það ætli að gera við peningana. „Hvort sem það leggur það í fasteignir eða í eigin hlutabréf.“ Viðtalið í heild sinni og nýjasta þáttinn af Blökastinu má finna HÉR á Vísi. Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
Blökastið er áskriftarhlaðvarp með Audda, Steinda og Agli úr útvarpsþættinum FM95BLÖ. Nýir þættir koma út á hverjum þriðjudegi, ásamt skemmtilegu aukaefni eins og reglulegum sjónvarpsþáttum. Nánar á FM95BLO.is.
FM95BLÖ Fjármál heimilisins Seðlabankinn Lífeyrissjóðir Mest lesið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið Fleiri fréttir „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“