Fleiri fara á yfirverði og hækkanir komnar fram úr launaþróun Eiður Þór Árnason skrifar 12. ágúst 2021 10:42 14,3 prósent nýrra íbúða seldust á yfirverði í júní. Vísir/Vilhelm Framboð auglýstra íbúða heldur áfram að dragast saman á höfuðborgarsvæðinu og nemur samdrátturinn nú um 60 prósentum á einu ári. Meðalsölutími íbúða styttist enn og hefur aldrei verið styttri. Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa árshækkanir íbúðaverðs tekið fram úr árshækkunum launa miðað við tólf mánaða breytingu. Fram kemur í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar að vísitala þjóðskrár fyrir íbúðaverð hafi hækkað um 16 prósent í júní miðað við sama mánuð í fyrra og vísitala HMS fyrir pöruð viðskipti um 13,3 prósent á meðan launavísitala Hagstofunnar hækkaði um 7,7 prósent. Árshækkanir íbúðaverðs voru nokkuð undir árshækkunum launa á árunum 2018 til 2020 og þar til í mars á þessu ári. Fjöldi kaupsamninga í nágrenni höfuðborgarsvæðisins í hæstu hæðum Einhver samdráttur hefur verið í fjölda kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu sem er nú kominn niður fyrir metfjöldann árið 2007. Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er fjöldinn enn í methæðum en annars staðar á landsbyggðinni er hann á pari við metárið 2007. Miðað við sama tímabil árið 2020 er fjöldi kaupsamninga á landinu öllu um 51 prósent meiri á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu HMS. Fleiri telja sig búa við húsnæðisöryggi Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæði heldur áfram að styttast og í júnímánuði mældist hann 37 dagar en í júní 2020 var hann 51 dagur. Á landsbyggð er meðalsölutíminn almennt lengri en í júní mældist hann 62 dagar. Á sama tíma í fyrra nam hann 89 dögum. Samkvæmt könnun Zenter fyrir HMS eykst hlutfall þeirra sem telja sig búa við húsnæðisöryggi á milli ára og mælist nú 91,9 prósent á móti 90,2 prósent í fyrra. Hlutfallið jókst talsvert á milli áranna 2019 og 2020 eða um sex prósentustig. Síðan í mars 2019 hefur hlutfall þeirra sem telja sig ekki búa við húsnæðisöryggi rúmlega helmingast. Mestu breytinguna má sjá á meðal leigjenda en árið 2019 sögðust 51 prósent leigjenda búa við húsnæðisöryggi en í ár mælist hlutfallið 66 prósent. Hlutfallslega fleiri íbúðir seljast á yfirverði Í júní seldust um 50,8 prósent af eldri íbúðum undir auglýstu verði á meðan 16,4 prósent seldust á auglýstu verði og 32,7 prósent seldust yfir auglýstu verði. Hlutföllin voru ekki með sama móti fyrir nýjar íbúðir þar sem 61,9 prósent seldust á auglýstu verði, 14,3 prósent fóru á yfirverði og 23,8 prósent undir ásettu verði, samkvæmt greiningu HMS. Töluverður munur er á verðbreytingum á sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Á höfuðborgarsvæðinu hækkar sérbýli til að mynda um 24,8 prósent í júní en íbúðir í fjölbýli hækka um 15,9 prósent, miðað við tólf mánaða breytingu. Á landsbyggðinni hækkar fjölbýli talsvert minna en þó um 8,6 prósent og sérbýli um 20,3 prósent. Hækkunartaktur verðs sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu hefur verið upp á við frá því í október 2019 en á landsbyggð hófst sama þróun í janúar 2020. Leiguverð byrjað að hækka á ný Annan mánuðinn í röð hækkar leiguverð á höfuðborgarsvæðinu á ársgrundvelli samkvæmt vísitölu HMS. Í júní mælist breytingin 1,5 prósent en 0,5 prósent í maímánuði. Leiguverð hefur víða lækkað í faraldrinum á sama tíma og dregið hefur úr skammtímaleigu til ferðamanna. Samkvæmt könnun Zenter hefur hlutfall þeirra sem telja hagstætt að leigja aldrei mælst eins hátt og nú. Hlutfallið hefur nánast tvöfaldast frá febrúar 2018, og farið úr 2,9 í 5,5 prósent. Mikil aukning er milli kannana á hlutfalli þeirra sem telja að lítið framboð sé af hentugu leiguhúsnæði fyrir þá og þeirra fjölskyldu, eða um níu prósentustig. Að sama skapi lækkar hlutfall þeirra sem telja það mikið.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Sjá meira