Heimila veiði meira en tvöfalt fleiri úlfa en lagt var til Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2021 14:57 Talið er að finna megi um sex þúsund gráúlfa í Bandaríkjunum. Getty Ráðamenn í Wisconsin í Bandaríkjunum hafa ákveðið að gefa út 300 veiðileyfi á úlfa í ríkinu í haust. Það er meira en tvöfalt það sem sérfræðingar lögðu til. Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu. Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Úlfar hafa undanfarin ár verið á lista yfir dýrategundir í útrýmingarhættu í Bandaríkjunum. Tegundin var þó tekin af listanum í október 2020 í ríkisstjórnartíð Donalds Trump. Það stóð einnig til að gera þegar Barack Obama var forseti. Þá var þó hætt við að fjarlægja úlfa af listanum vegna mótmæla. Náttúrauðlindanefnd ríkisins fundaði um málið í gær og ákvað fjölda veiðileyfa til að gefa út. Það var gert eftir margra klukkustunda umræðu þar sem tugir tóku til máls. Þeirra á meðal voru umhverfisverndarinnar sem vildu hætta við veiðarnar og forsvarsmenn veiðihópa sem vildu fá að veiða enn fleiri úlfa. Í frétt New York Times segir að atkvæðagreiðsla í nefndinni hafi farið 5-2. Meðlimir nefndarinnar voru flestir skipaðir af ríkisstjórum sem tilheyra Repúblikanaflokknum. Tony Evers, núverandi ríkisstjóri, er Demókrati og segir að Repúblikanar sem fara með völd í ríkisþingi Wisconsin hafi staðið í vegi þess að tveir menn sem hann skipaði í nefndina geti tekið sér stöðu þar. Veiðimenn fóru síðast hratt fram úr kvóta Miðillinn hefur eftir einum meðlimi nefndarinnar að hann óttist ekki að veiðarnar muni ganga svo nærri úlfastofninum að úlfar verði aftur settir á lista dýra í útrýmingarhættu. Þetta er í annað sinn á árinu sem veiði úlfa er lögð til í Wisconsin. Síðast voru minnst 216 úlfar drepnir á innan við sextíu klukkustundum og það þrátt fyrir að einungis stóð til að veiða mest 119 úlfa á einni viku. Sérfræðingar sem ræddu við NYT segjast hafa áhyggjur af veiðinni og óttast að mun fleiri úlfar verði drepnir en þeir þrjú hundruð sem á að drepa. Úr þúsund í sex þúsund Úlfar lifðu víðsvegar um meginland Norður-Ameríku en yfirvöld Bandaríkjanna vörðu miklu púðri í að útrýma úlfum. Það skilaði góðum árangri og um miðja síðustu öld var talið að um þúsund úlfar væru eftir í tveimur ríkjum Bandaríkjanna. Lang flestir þeirra voru í Minnesota. Þá var úlfum bætt við lista dýra í útrýmingarhættu og þar að auki voru úlfar fluttir frá Kanada í Yellowstone-þjóðgarðinn. Nú er talið að um sex þúsund úlfar séu til í Bandaríkjunum. Margir þeirra séu í norðvestur-hluta Bandaríkjanna og einhverjir í Oregon, Washington og Kaliforníu.
Bandaríkin Dýr Umhverfismál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira