Kara ekki enn fengið þá litlu í fangið eftir martröðina á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2021 11:30 Kara Saunders með Scottie dóttur sína sem hefur ekki séð mömmu sína, nema í gegnum netið, í næstum því heilan mánuð. Instagram/karasaundo Kara Saunders nældi sér í kórónuveiruna á ferðalaginu frá Ástralíu til Bandaríkjanna, þurfti síðan að hætta keppni á heimsleikunum vegna áhrifa veirunnar og er enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þrátt fyrir að það séu tvær vikur síðan hún hætti keppni. Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum. CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira
Síðustu vikur hafa verið hræðilegar fyrir áströlsku CrossFit konuna sem ætlaði eins og Anníe Mist Þórisdóttir að koma sterk inn á heimsleikana stuttu eftir að hafa eignast barn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Barnið hennar Köru, Scottie, er reyndar einu og hálfu ári eldri en Freyja Mist hennar Anníe en Kara hafði einnig tryggt sig inn á heimsleikana fyrir ári síðan þegar keppnin fór fram í gegnum netið. Nú fékk Kara aftur á móti tækifærið til að koma og keppa í Madison í Bandaríkjunum. Það er ekki stutt ferðalag frá Evrópu til Bandaríkjanna en það er enn lengra að ferðast frá Ástralíu. Kara tók þá erfiðu ákvörðun að skilja tveggja ára dóttur sína eftir og fara ein í þetta langa ferðalag. Hún vildi ekki taka Scottie með vitandi að við heimkomuna þyrftu þær þá að dúsa í tvær vikur á sóttvarnarhóteli. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Það er vegna þessa sem saga Köru varð svo sorgleg þegar hún veiktist af kórónuveirunni á leið sinni til Bandaríkjanna. Allt þetta ferðalag og allur undirbúningurinn var til einskis. Hún fékk samt að keppa á heimsleikunum enda nógu langur tími liðinn. Þegar á reyndi þá voru áhrifin af kórónuveirunni það mikil að hún gat ekki nýtt nema brot af lungunum sínum sem er ekki góð uppskrift fyrir keppenda í CrossFit. Kara hætti því keppni eftir fyrsta daginn og næst á dagskrá var að koma sér aftur heim til Ástralíu. Það tókst á endanum en þar með var ekki öll sagan sögð. Nú beið hennar tveggja vikna vera á sóttvarnarhóteli. Kara var að klára fyrri vikuna í þessari viku en á eina viku eftir enn. View this post on Instagram A post shared by Kara Saunders (@karasaundo) Kara Saunders er því enn ekki búin að fá dóttur sína í fangið þótt að það séu liðnir fjórtán dagar síðan hún varð að hætta keppni á heimsleikunum. Það eru síðan tvær vikur til viðbótar liðnar síðan hún kvaddi Scottie sína og lagði af stað í þennan afdrifaríka leiðangur. Kara Saunders hefur lengi verið í hópi besti CrossFit kvenna heimsins. Hún hefur ekki orðið heimsmeistari en varð í öðru sæti árið 2017 og í fjórða sæti árið eftir. Hún hefur fimm sinnum verið með tíu efstu á heimsleikunum.
CrossFit Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Sjá meira