Ödegaard var á láni hjá Arsenal á síðustu leiktíð og Mikel Arteta hefur ekki farið leynt með aðdáun sína á leikmanninum. Talið var að Ödegaard myndi fá tækifæri í Madrídarborg á leiktíðinni. Sérstaklega eftir að Carlo Ancelotti tók við liðinu á nýjan leik en Ancelotti leiðist ekki að spila flinkum leikmönnum í „holunni.“
Arsenal are prepared to make a bid to sign Martin Ødegaard on a permanent deal. He s always been Edu and Arteta s priority as number 10. #AFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2021
Once Real Madrid gives the green light, Arsenal will submit the proposal.
Aouar, also in the list.
Maddison, never been close. https://t.co/oJ8lAKBZ5u
Ljóst er að hinn 22 ára gamli Ödegaard fær ekki tækifæri um helgina þar sem hann hefur ekki fengið treyjunúmer hjá Madríd og getur því ekki verið í leikmannahópi liðsins um helgina. Dani Ceballos og Jesus Vallejo hafa heldur ekki verið skráðir.
Samkvæmt frétt enska fjölmiðilsins Metro er talið að Ödegaard gæti verið skráður þegar brottför Raphael Varane verður endanlega staðfest en franski miðvörðurinn er búinn að ná samkomulagi við enska félagið Manchester United.
Martin Ødegaard would love to re-join Arsenal. He was really happy during his loan spell last season and he s waiting for Arsenal bid to be accepted by Real Madrid, once the green light arrives. #AFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 13, 2021
Ødegaard has a great relationship with Arteta and board members too.
Það er ljóst að Arteta og stuðningsfólk Arsenal krossar fingur og vonast til að Ödegaard verði ekki skráður svo hann geti snúið aftur til Lundúna. Hvort og hvenær það gerist verður að koma í ljós.