Traust forysta VG! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 13. ágúst 2021 18:00 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Vinstri græn Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur fengið í fangið erfið verkefni til úrlausnar í heimsfaraldri. Í erfiðleikum reynir á úthald, þol og þrautseigju. Þá verður mikilvægara en nokkru sinni að taka ákvarðanir af yfirvegun og skynsemi. Við Vinstri græn höfum sýnt það í verki við þessar fordæmalausu aðstæður að við stöndumst álagsprófið og verið lausnamiðuð í ríkisstjórnarsamstarfi ólíkra flokka. Það hefur skilað árangri hvert sem litið er. Hér eftir sem hingað til er lýðheilsa þjóðarinnar í fyrirrúmi. Faraldurinn heldur okkur enn við efnið og mikilvægt að halda ró, taka yfirvegaðar ákvarðanir í samráði við okkar færustu vísindamenn. Nú er þorri þjóðarinnar bólusettur en óútreiknanlegri veiru og nýjum afbrigðum fylgja nýjar áskoranir. Í þessu ástandi hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur ekki setið auðum höndum, þvert á móti hefur hún komið í gegn fjölda framfaramála sem munu gera samfélagið betra og aðlaga það nútímakröfum um sanngjarnt og réttlátara þjóðfélag. Komið hefur verið á þriggja þrepa skattkerfi sem gagnast þeim tekjulægri, Fæðingarorlof hefur verið lengt í 12 mánuði sem nýtist barna fólki og býr til fjölskylduvænna samfélag, Þá hefur verið komið á hlutdeildarlánum og hafist handa uppbyggingu leiguíbúða sem nýtist ungu fólki og tekjulágum. Nýr menntasjóður námsmanna býður upp á nútímalegt námslán þar sem hluti lánsins breytist í styrk. Felld voru niður komugjöld fyrir aldraða og öryrkja á heilsugæslur og tannlæknakostnaður þessara hópa sömuleiðis lækkaður. Allt eru þetta þjóðþrifamál sem hrint hefur verið í framkvæmd á kjörtímabilinu og langt í frá að allt sé upptalið. Við Vinstri græn höfum sýnt og sannað í verki að við erum leiðandi afl sem ætlum okkur að halda áfram að gera samfélagið betra. Við munum halda áfram að byggja upp réttlátara og sterkara samfélag. Það er varanlegt verkefni og alltaf munu birtast nýjar áskoranir sem stjórnvöld þurfa að takast á við. Þess vegna skiptir máli hver stjórnar. Vinstri græn eru traustsins verð og við leitum eftir stuðningi ykkar í komandi kosningum. Höfundur er formaður atvinnuveganefndar Alþingis og skipar annað sæti á lista VG í Norðvesturkjördæmi.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun