Sterkasti maður Íslands neyddist til að hætta í körfubolta vegna höfuðhöggs Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. ágúst 2021 19:15 Stefán Karel Torfason Skjáskot/Stöð 2 Stefán Karel Torfason varð á dögunum sterkasti maður Íslands en leið hans á toppinn í kraftlyftingum er ansi mögnuð. Þessi 27 ára gamli Akureyringur þótti efnilegur körfuknattleiksmaður á sínum tíma en eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi í leik í efstu deild árið 2016 þurfti hann að segja skilið við körfuboltaiðkun. Hann var þá leikmaður ÍR og hafði leikið fimm A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur. Guðjón Guðmundsson ræddi við Stefán Karel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var 22 ára þarna og átti nánast allan körfuboltaferilinn eftir. Þetta var rosalega sárt og það tók langan tíma að venjast því að þetta væri búið. Maður átti nóg eftir með landsliðinu en núna lifir maður á þessum fimm landsleikjum,“ segir Stefán Karel. Stefán Karel lék körfubolta og fótbolta með yngri flokkum Þórs á Akureyri á sínum yngri árum en á þó ekki langt að sækja kraftana þar sem faðir Stefáns er kraftajötuninn Torfi Ólafsson. „Í raun var sagt við mig að ég mætti ekki vera í neinum íþróttum sem krefðust snertinga. Komandi úr fjölskyldu þar sem kraftar eru númer 1,2 og 3 þá fór ég í fótspor föður míns og þetta kom bara náttúrulega.“ „Ég má ekki vera í fótbolta eða körfubolta eða neinu slíku og enn þann dag í dag er ég að passa mig. Maður fær enn bölvaða höfuðverki og mígreni sem ég þjáist af,“ segir Stefán Karel. Viðtalið við Stefán í heild má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sterkasti maður Íslands Kraftlyftingar Körfubolti Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta nú sterkasti maður Íslands Stefán Karel Torfason, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, sigraði í keppninni um sterkasta mann Íslands sem fram fór nýliðna helgi. Keppt var á Selfossi á laugardag en úrslitin fóru fram í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. 10. ágúst 2021 17:01 Húsafellshellan færði Stefáni Karel titilinn Sterkasti maður Íslands 2021 Stefán Karel Torfason vann keppnina Sterkasti maður Íslands um helgina og komst þar í hóp með föður sínum. 11. ágúst 2021 15:15 Stefán Karel hættir út af heilahristingum Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. 3. nóvember 2016 13:30 Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus ÍR-ingurinn Stefán Karel Torfason var fluttur upp á spítala eftir fyrsta leik ÍR-inga í Dominos-deildinni í vetur er hann fékk slæmt höfuðhögg. Framhaldið hjá honum er í óvissu. 12. október 2016 19:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira
Þessi 27 ára gamli Akureyringur þótti efnilegur körfuknattleiksmaður á sínum tíma en eftir að hafa orðið fyrir höfuðhöggi í leik í efstu deild árið 2016 þurfti hann að segja skilið við körfuboltaiðkun. Hann var þá leikmaður ÍR og hafði leikið fimm A-landsleiki þrátt fyrir ungan aldur. Guðjón Guðmundsson ræddi við Stefán Karel í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég var 22 ára þarna og átti nánast allan körfuboltaferilinn eftir. Þetta var rosalega sárt og það tók langan tíma að venjast því að þetta væri búið. Maður átti nóg eftir með landsliðinu en núna lifir maður á þessum fimm landsleikjum,“ segir Stefán Karel. Stefán Karel lék körfubolta og fótbolta með yngri flokkum Þórs á Akureyri á sínum yngri árum en á þó ekki langt að sækja kraftana þar sem faðir Stefáns er kraftajötuninn Torfi Ólafsson. „Í raun var sagt við mig að ég mætti ekki vera í neinum íþróttum sem krefðust snertinga. Komandi úr fjölskyldu þar sem kraftar eru númer 1,2 og 3 þá fór ég í fótspor föður míns og þetta kom bara náttúrulega.“ „Ég má ekki vera í fótbolta eða körfubolta eða neinu slíku og enn þann dag í dag er ég að passa mig. Maður fær enn bölvaða höfuðverki og mígreni sem ég þjáist af,“ segir Stefán Karel. Viðtalið við Stefán í heild má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Sterkasti maður Íslands
Kraftlyftingar Körfubolti Tengdar fréttir Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta nú sterkasti maður Íslands Stefán Karel Torfason, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, sigraði í keppninni um sterkasta mann Íslands sem fram fór nýliðna helgi. Keppt var á Selfossi á laugardag en úrslitin fóru fram í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. 10. ágúst 2021 17:01 Húsafellshellan færði Stefáni Karel titilinn Sterkasti maður Íslands 2021 Stefán Karel Torfason vann keppnina Sterkasti maður Íslands um helgina og komst þar í hóp með föður sínum. 11. ágúst 2021 15:15 Stefán Karel hættir út af heilahristingum Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. 3. nóvember 2016 13:30 Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus ÍR-ingurinn Stefán Karel Torfason var fluttur upp á spítala eftir fyrsta leik ÍR-inga í Dominos-deildinni í vetur er hann fékk slæmt höfuðhögg. Framhaldið hjá honum er í óvissu. 12. október 2016 19:00 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Sjá meira
Fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta nú sterkasti maður Íslands Stefán Karel Torfason, fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta, sigraði í keppninni um sterkasta mann Íslands sem fram fór nýliðna helgi. Keppt var á Selfossi á laugardag en úrslitin fóru fram í Reiðhöllinni í Víðidal á sunnudag. 10. ágúst 2021 17:01
Húsafellshellan færði Stefáni Karel titilinn Sterkasti maður Íslands 2021 Stefán Karel Torfason vann keppnina Sterkasti maður Íslands um helgina og komst þar í hóp með föður sínum. 11. ágúst 2021 15:15
Stefán Karel hættir út af heilahristingum Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. 3. nóvember 2016 13:30
Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus ÍR-ingurinn Stefán Karel Torfason var fluttur upp á spítala eftir fyrsta leik ÍR-inga í Dominos-deildinni í vetur er hann fékk slæmt höfuðhögg. Framhaldið hjá honum er í óvissu. 12. október 2016 19:00